Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 106

Andvari - 01.10.1962, Síða 106
344 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI sagt í riti sínu um Snorra Sturluson og eflaust er rétt, að Snorri hafi samið hina frægu ræðu um sjálfstæði landsins, sem Einari er eignuð, eftir vísunni (sem hér er aðeins hálf tilfærð). Vísuna er að finna í Ólafssögu, er Snorri hefur eflaust haft við höndina er hann ritaði Heimskringlu. Idann felldi vísuna niður, en setti ræð- una í stað hennar. En Jóni hefur dulizt, er hann skýrði vísuna, að Snorri notar hana eigi aðeins sem efnivið í ræðuna, heldur einnig til þess að setja ræðuna á svið. Orð Einars: „Gjarn er gramur að árna“, endursegir hann á þennan veg með ræðu, er hann leggur Þórarni Nefjólfs- syni í munn: ,,Eg skildumst fyrir fjórum nóttum við Ólaf konung Haraldsson. Sendi hann kveðju hingað til lands öll- um höfðingjum og landstjórnarmönnum og þar með allri alþýðu karla og kvenna, ungurn manni og gömlum, sælum og vesl- um, guðs og sína og það með, að hann vill vera yðar drottinn ef þér viljið vera hans þegnar og hvorir annarra vinir og fulltingismenn til allra góðra hluta". Menn svöruðu vel máli hans. Kváðust allir fegnir vilja vera vinir konungs, ef hann væri vinur hérlandsmanna. Þá tók Þórarinn til rnáls: Það fylgir kveðju sendingu konungs, að hann vill beiðast vináttu af Norðlendingum, að þeir gefi honum ey eða útsker, er liggur fyrir Eyja- firði, er menn kalla Grímsey". Hinn mikli vísnaskýrari, höfundur Skáldskapar- mála, veit það, að sögnin að árna hefur oft verið notuð af skáldum í fortíð og samtíð hans í merkingunni að fara eða ferðast, og því þykir honum vissast að tvítaka þetta um kveðjusendingar Ólafs konungs, svo að menn glæpizt ekki á því að gera tómyrðamyrkur úr kímnisyrðum Einars, sem sprottin eru upp úr leiftrandi skilningi hans á tilgangi konungs með elskulegum kveðjusendingum hans. En þó að Snorri hafi vel gengið frá leiðsögn sinni til skilnings á vísunni, hefur leið- sögnin eigi dugað hinum vísu mönnum okkar aldar. Eftir að hafa lagt þennan krók á leið mína, kem ég nú aftur að Egilssögu og orðunum, sem Skallagrími eru lögð í munn í vísu sinni: Arghyrnu lát árna aftur með roknu skafti. 1 Egilssögu er eins og í Heinskringlu tvisvar á það bent, að hér er um kveðjusendingar að ræða. Það er fyrst tekið fram, að Þórólfur bar Skallagrími kveðju Eiríks konungs, er hann færði honum öxina. Samt dettur höfundi sögunnar það í hug, að lesendur kunni að misskilja orð Skallagríms, er hann segir, að öxin eigi að árna aftur með roknu skafti, og því tekur hann það fram, þegar Þórólfur kemur að nýju á fund Eiríks konungs, að hann hafi borið hon- um kveðju Skallagríms. Þrátt fyrir þessa endurteknu skýringu, finna vísnaskýr- cndur nútímans ekkert nema tómyrði í vísu Skallagríms, þar sem hann er að lýsa í senn harmi sínum eftir týndri ætt- jörð og allri sinni heipt til norskra kon- ungsvalda, í síðustu orðunum, er hann segir við eftirlætis-son sinn honum til við- vörunar og brýningar um leið og hann lætur sinn hug uppi: Arghymu lát árna aftur með roknu skafti. Þ. e. láttu öxina eins og hún er nú leikin, skila kveðju minni! Enn skulum við athuga nokkru nánar vísur þeirra Einars og Skallagríms og um- gerð þá, sem að þeim er felld í Egilssögu og Heimskringlu. Þá er það fyrst, að þær eru sér um það í fornum sögum, að mönn- um er beinlínis hjálpað til skilnings á þeim í teksta sögu þeirrar, sem þær eru fclldar í, og er hjálpin til skilnings að miklu leyti með sama hætti, svo sem þegar Iiefur verið rakið. Þvílíka hjálp
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.