Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Síða 98

Andvari - 01.01.1993, Síða 98
96 HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON ANDVARI Fróðlegt er að bera saman þessa vitneskju um kunnáttu gömlu kvenn- anna við sjálfstæðar heimildir. Næstum allir sagnadansar sem geymdir eru í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar hafa verið hljóðritaðir eftir gömlum konum. Síðasta katólska bænin í munnmælum hérlendis var hljóðrituð eftir fjörgamalli konu árið 1970 og komið hefur í Ijós að líklegast hafa fleiri konur en karlar kunnað þessar bænir, hvort sem þær hafa verið latínuskotnar eða ekki, allt frá því snemma á 19. öld. Þetta er samt ekki fullkomlega öruggt, vegna þess að ekki hafa allir safnarar skráð nöfn heimildarmanna. Þulurnar eru flestar frá konum komnar og þetta getur komið heim við hvað þessi skáldskapur skipti miklu máli í barnauppeldinu, sem hefur frá ómunatíð einkum hvílt á konunum. Heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason hefur meira að segja sett fram þá tilgátu að þessi skáldskapargrein sé orðin til hjá kven- fólkinu. Skáldkonan Theodora Thoroddsen svaraði honum með nokkrum athugasemdum um það hvernig konurnar setja þulurnar saman úr alls kyns brotum eftir minni til að róa börnin sín illviðráðanleg af svefngalsa. í lýsingunum á Hallberu og ömmu Álfgríms hefur Halldór stuðst mjög við minningar um ömmu sína, Guðnýju Klængsdóttur, eins og hann færði þær í letur í skáldsögubrotinu Heiman eg fór frá 1924: „En það var amma mín sem fóstraði mig úngan, og ég er hreykinn af að hafa setið við fótskör þeirrar konu sem fjærst var því að vera tísku háð eða aldarfari, allra kvenna, þeirra er ég hef þekt. Súngið hefur hún eldforn Ijóð við mig ómálgan, sagt mér æfintýr úr heiðni og kveðið mér vögguljóð úr kaþólsku. Það mælti mín móðir og Ólafur liljurós eru mínir fyrstu lærdómar. Sex vetra gamall sat ég á rúmstokki hennar, prjónaði illeppa handa kettinum og nam undraverða hluti úr forneskju.“ Ekki kemur þarna beinlínis í ljós hvort Guðný hefur verið forspá en það var Þuríður kerling í Manni og konu eins og þær Álöf í Heiðarvíga sögu og Sæunn í Brennu-Njáls sögu sem eignaður er þessi kviðlingur í sögn skráðri á 19. öld: „Uggir mig það arfasáta / að úr þér muni rjúka.“ Þarna voru kon- urnar samt ekki einar um hituna því að Gils spámaður er í Eyrbyggja sögu og Gestur Oddleifsson í Laxdæla sögu. Öll eiga þau sér fornar rætur í evr- ópskri hefð; en einhvern veginn hafa spákonurnar orðið víðfrægari; að minnsta kosti varð hin staðfasta Sibylla til að varðveita hin eldfornu rit um örlög Rómaborgar. Karlmönnunum var heldur ekki trúað til þess að leita frétta hjá guðinum Appolló og kasta þeim fram í guðmóði í svo andríkum orðum á stangli eins og hinni dularfullu Pyþíu hofgyðju í Delfí, höfuðsetri grískra spásagna, að hofgoðarnir gætu sett saman úr þeim sem tvíræðust goðsvör. Evrópskar hetjusagnir eiga sér engu styttri sögu. Sumum hetjum, eins og hinum forngríska Þeseifi og Gretti Ásmundarsyni, var það best lagið að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.