Andvari - 01.01.1993, Síða 133
andvari
f LEIT AÐ EILfFUM SANNINDUM
131
kristi kemur þessi viðleitni einkum fram hjá aðalpersónunni, Svertingi
Runúlfssyni er hann íhugar skyldleika trúarbragðanna:
Baldur var skotinn oddhertum teinungi í hjartastað af blindum bróður. Hvítikristur á
kross festur af blindu valdi og stunginn spjóti í síðu. Síðusárið er þeim sameiginlegt, -
ef ekki annað meira.2
Höfundur er í sífellu að velta fyrir sér eðli og merkingu trúarbragðanna og
lætur sér því ekki nægja að lýsa yfirborðinu. í Jörð koma t.d. fyrir lýsingar
á blótsathöfnum, sem eru þó annað og meira en sögulegur fróðleikur um
blótsiði heiðninnar, því höfundur er umfram allt að skýra trúarhugmynd-
irnar sem búa að baki og blótið fær þar mjög víðtæka merkingu. Og þótt
frásögnin hafi yfirbragð hlutlægni má víða greina innskot og útleggingar
höfundar, sem árétta þá trúar- og lífsspeki sem verkið er ofið úr, eins og
eftirfarandi lýsing á blótsathöfn vitnar um:
Þeir leggja hver sína grein á bálið til viðurkenningar um innbyrðis einingu sína, sjá
hana sviðna og kolast, deyja í henni. Deyja með sting í hjarta, - og rísa upp á samri
stundu. Eru hér ennþá! Brenna ennþá fyrir augliti goðanna. Taka hver í annars hönd,
mynda hring umhverfis bálið, stíga miðnæturdansinn án þess að hreyfast úr stað,
dagdansinn. Sameinast í hinu ómögulega, óhugsanlega. Því að vera til; og að vera
ekki til. Sameinast í eldinum, sem er ekkert. Og eru eldur. Sem er slökktur og brenn-
ur á ný.3
Blótið, helgasta athöfn heiðinna, verður þarna e.k. tákn lífsins sem er eilíft
í sjálfu sér en þó í stöðugri endurnýjun, eign sem allir menn ættu að geta
sameinast um að varðveita og viðhalda.
Arnarhvolsmenn lifa í einingu sem er grundvölluð á lífsspeki þeirra um
helgi mannlífsins. Peir signa sig Þórsmarkinu, eru trúræknir og halda blót
reglulega og hofið er þeirra kirkja. Og þótt trú þeirra sé umgirt heiðnum
trúarsiðum má segja að hún sé ekki síður kristin í anda en heiðin því hún
byggir á ást og virðingu fyrir mannlífinu og þeim lögmálum sem þar gilda.
Og líf Arnarhvolsmanna er umfram allt þjónusta við lífið á jörðinni. En
jörðin er jafnframt tákn í sögunni og hefur í raun mjög víða skírskotun því
hún er í senn móðir og guðdómur, sameiningartákn manns og náttúru, efn-
is og anda.
Hið sögulega baksvið Jarðar er stofnun Alþingis árið 930 og aðdragandi
þess. Þorsteinn Ingólfsson verður allsherjargoði að föður sínum látnum og
það kemur í hlut hans að undirbúa Alþingisstofnunina. Það reynist ekki
auðvelt verk en með hjálp trúar sinnar, sem byggist á friðarvilja, sáttfýsi og
sterkri réttlætiskennd, tekst honum að setja ein lög yfir kristna menn og
heiðna. í þessari sögu er höfundur því umfram allt að leiða í ljós þá lífs-