Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 145

Andvari - 01.01.1993, Page 145
ANDVARI LEITANDI SÁLAR 143 henni, eigi hún ekki að verða óbyrja. Við getum ekki hafið vinnuna fyrr en við höfum séð sýnina eða heyrt tóninn . . III í fyrsta bindi Þjóðstofns vors reynir Grónbech að skýra fáein undirstöðu- hugtök sem mörkuðu tilveruna fyrir germönsku fólki að fornu. Þau hugtök telur hann vera: frið, sæmd, hamingju. Af því að þetta fyrsta bindi er að mjög miklum hluta skýring á því, hvað þessi orð og hugtengsl þeirra merkja og gefa í skyn bæði sem orðabókarorð og sem hugtök, þá væri það mikil tilætlunarsemi og yfirvöðulsháttur að reyna að skýra þessi orð með einni setningu eða tveimur. Þó er það nauðsynlegt til þess að koma lesanda hjá misskilningi að benda á, að þessi orð geta ekki talizt jafngild sömu orð- um í dönsku nútímamáli, jafnvel þótt lykilorð Grónbechs nái að vísu að hluta yfir það sem felst í nútíðarorðunum. Friður varðar öllu öðru fremur sambandið milli ættingja - það er viss sálræn, friðsamleg afstaða, sem rýmir ekki að það leyfist fólki af sömu ætt að hegða sér öðruvísi hver gagnvart öðrum en vænzt er af þeim. Sæmd er sú afstaða sem krefst hefndar fyrir hvern flekk sem fellur á nafn ættarinnar. Og sá sem ekki hefnir, þegar þess er krafizt, hann er níðingur; hann er snauður að hamingju. Hamingja er já- kvæður eiginleiki sem sumir - og líka líflausir hlutir - eru gæddir. Hún er eins konar forlög, sem ekki er gerlegt að verða sér úti um, en hún getur flutzt frá þeim sem á til annars. Grönbech setur viss hugtök í miðju Þjóð- stofns vors með því að taka þau saman í röð af orðum sem síðan eru notuð í kaflaheiti (: friður, sæmd, hamingja). Að sjálfsögðu má andæfa, segja þessi orð vera villandi, að þau bendi til óhóflegrar einföldunar úrlausnarefnisins, eða í annan stað að þau séu svo lítið takmörkuð að lesandi hljóti að skynja sig reikulan í ráði um skilninginn. í athugasemd við fyrsta bindið talar Gr0nbech nokkuð um sérkennilega notkun sína á sumum orðum, og hér kemst hann þannig að orði að það minnir nokkuð á játningu: „Við grein- ingu mína á tilvitnuðum textum engilsaxneskum læt ég orðin að sjálfsögðu bera meira en ég mundi hafa rétt til að leggja á þau, ef ég væri að túlka þennan skáldskap út frá sjónarhóli þeirra sem ortu hann eða skrifuðu. Eg held því ekki fram að merkingargildi þessa orðafars á kristnum tíma hafi verið óbreyttur arfur úr frumgermönsku; en gegnum allar snúnar og slitnar merkingar og blæhvörf reyni ég að komast inn að því sem var kjarni orðs- ins. Það sem ég legg áherzlu á er undirvitund orðanna“ (I, 211). Miðgarður og mannlífið (1912), annað bindi Þjóðstofns vors, stefndi að- allega að tvennu: í fyrra lagi að lýsa veröldinni og náttúrunni eins og Germanar skynjuðu, og í öðru lagi að ræða um mikilvægustu atburði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.