Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 171

Andvari - 01.01.1993, Page 171
ANDVARI JARÐNÁND - UPPPRÁ 169 fellt setur meira mark á þjóðlífið (I, 229). Það er þetta rótleysi og „eltingar- leikur við hrævarlog tilverunnar“ (I, 273) sem hann óttast umfram allt að geti orðið hlutskipti hinna brautskráðu ungmenna; og hann brýnir þau óspart til viðnáms - til viðhalds fornra lífsgilda. „Það á ekki að breyta því, sem vel gengur“, hefur hann lært af Sigurði skólameistara, læriföður sínum (I, 271). Kaldgeðja lesanda tíunda áratugarins gæti virst sem Þórarinn klappaði hér, í þessum haust- og vorræðum sínum, sama steininn ad nauseam: að spýjumörkum. Hann kynni jafnvel að brosa að því heimsósómakvaki og svartagallsrausi sem þar ómar. Hafa ekki vallgrónir skólatorfsþulir kyrjað sama óðinn á hverri tíð? Við nánari íhugun hygg ég hins vegar að brosið fari af. Ræður Þórarins eru samdar þegar raunveruleg umskipti voru að eiga sér stað í íslensku samfélagi, kannski einhver hin mestu sem um getur í sögunni. Varnaðarorð hans eru ekki aðeins hefðbundið elliþvogl um heim sem versnandi fer heldur raunveruleg ábending um hættu sem vofði yfir okkur við skörp menningahvörf. Að einhverju leyti höfum við brugðist við þeirri vá; að öðru leyti hefur það farist fyrir, eins og fréttir síðustu missera af rótslitnum barnssálum í vígaham bera með sér. Vel kann að vera að margt í þessum ræðum séu sjálfsagðir hlutir sem klifað hafi verið á af öðr- um uppeldisfrömuðum og samfélagsrýnum. En það er nú einu sinni svo um sjálfsagða hluti að oft er erfiðast af öllu að koma þeim til skila á eftirminni- legan hátt til áheyrenda. Þórarni var sú list lagin. Að amast við endurtekn- ingunum í skólasetningar- og skólaslitaræðum hans væri álíka hugsunar- villa og stundum kemur fram hjá fólki sem agnúast út í tiltekna kennslubók vegna þess hve hún hafi verið lengi kennd. Það vill gleymast að lesenda- hópurinn er nýr á hverju ári. Ihaldssemi Þórarins, sú sem hann segir ættaða frá forvera sínum, ristir ekki heldur jafndjúpt og ætla mætti við fyrstu sýn. Honum blandast til dæmis ekki hugur um að kennsluhættir verði að breytast ef „kennslustofan á að keppa við hina síkviku lífsstrauma utan stofunnar“ (I, 259). En jafn- framt er honum vel ljóst að allar „aðferðir eru aukaatriði hjá því, að nem- endur vinni og nemi“ (I, 375). Ekki má afskrifa „gamaldags“ kennsluhætti fyrirlestrahalds og utanbókarlærdóms með þeim rökum einum að þeir geri nemendur óvirka: „passíva“; því að „ef menn sökkva sér nægilega í fræðin, gefa þeim nógu mikið af sjálfum sér, geta þeir einnig orðið skapendur“, ekki aðeins „móttökutæki“ (I, 454). Þórarinn talar hér hvorki eins og ein- trjáningslegur talsmaður „viktoríanskra kennsluhátta“ né boðberi svokall- aðrar „nýskólastefnu“3 heldur miklu fremur eins og sá sem sætta vill þessi tvö andstæðu sjónarmið með því að nýta það besta úr báðum hefðum. Þar er Þórarinn að mörgu leyti á undan samtíð sinni. Sama gildir um tíðar hug-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.