Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 177

Andvari - 01.01.1993, Blaðsíða 177
ANDVARI JARÐNÁND - UPPÞRÁ 175 5. Sálarspegill Látum höfund lýsa þeim sem hann hefur borið mesta virðingu fyrir. Og sjá: Við öðlumst lýsingu á eigin innsta eðli höfundarins eða að minnsta kosti þeim eðlisþáttum sem hann hefði helst viljað tileinka sér. Eins og við lítum sjálf okkur í spegli annarra, eins sjáum við aðra í okkar eigin sálarspegli. Þórarinn Björnsson segir svo frá forvera sínum og velgjörðamanni, Sig- urði Guðmundssyni skólameistara, að hann hafi miðlað af andans auði sín- um í kjarnmiklum ræðum á Sal, í lífrænni kennslu og í vekjandi samtölum. Svo heppilega hafi verið farið að hann hafi haft gaman af „mannlegum rök- um og rúnum, gaman af að glíma við mennskar sálir.“ Fáar kennslustundir hafi liðið svo að Sigurður „hafi ekki kennt einhverja lífsspeki, bent nem- öndum á einhver lífsverðmæti, sagt eitthvað, sem hverjum manni er betra að muna en gleyma.“ Og hann hafi haft þá dýrmætustu kennaragáfu „að gera hlutina minnisstœða“ (I, 345-347). Svo mjög sem sinn háttur var á persónugerð hvors þessara tveggja meistara þá sýnist mér þó að Þórarinn hafi hér lýst sjálfum sér, ekkert síður en Sigurði Guðmundssyni. Um báða má segja að þeir hafi verið mannskiljendur og mannræktendur. Og í þeim skilningi voru þeir ótvírætt heimspekingar í þess orðs fyllstu merkingu. Þórarinn segir enn um Sigurð að hann hafi verið „raunsœr hugsjónamað- ur“ (I, 349). Sem fyrr hrína þessi orð á Þórarni sjálfum. Enginn frýr honum ættjarðarástar. Samt var honum þegar ljóst vorið 1962 að eining Evrópu væri að verða að veruleika og að utan hennar gæti ísland ekki staðið: setið eftir „sem strandaglópur, þegar hinir láta úr höfn“ (I, 243). Áratugum síð- ar, þegar margir af bestu sonum þjóðarinnar eru enn þungt haldnir af strandaglópskunni, er hressandi að lesa hvatningarorð Þórarins frá árinu 1933. Þar bendir hann okkur á að það að vera sjálfstæður sé ekki hið sama og að vera öllum óháður heldur, þvert á móti, „að geta komið fram sem jafnoki annarra, að hafa eitthvað að bjóða fyrir það, sem þiggja verður, að geta skapað gjaldgeng verðmæti, andleg og efnisleg“ (II, 103). Og meðan við eigum „íslenska tungu, íslenskan jöfnuð og íslenska alþýðumenning“ megum við líta „djarflega í augu heimsins“ (I, 244-245). Eitt ágæti Þórarins er að hafa getað knýtt þessi jarðbundnu viðhorf við hina upphöfnu furðu- gleði sína og skilningsþrá. Það ljómar af slíkri þrá og gleði í kringum öll rit- verk hans. Þórarinn lofar Davíð skáld frá Fagraskógi fyrir að hafa tvinnað saman í kvæðum sínum moldareðlið og eilífðarþrána, fyllingu hins stundlega og seiðmagn hins háleita (II, 13-24). Ekki er ofmælt að fáir hafi sameinað bet- ur þessa tvo þætti en Þórarinn sjálfur. I ritum hans leikast á raunsæi og hugsjón, jarðnánd og uppþrá, í órofnu jafnvægi. Ritsafnið ber nafn með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.