Andvari - 01.01.2001, Side 16
14
ÁRNI BJÖRNSSON
ANDVARI
Fyrsti sérmenntaði svæfingarlæknirinn, Elías Eyvindsson, kom ekki
til starfa fyrr en 1951. Ástæðan til að svæfingarlæknar áttu erfitt upp-
dráttar í byrjun hér á landi, er að öllum líkindum sú að læknar annars
staðar á Norðurlöndum voru seinni til að meta gildi góðra svæfinga en
t. a. m. læknar í hinum enskumælandi heimi, og flestir íslenskir lækn-
ar voru menntaðir á Norðurlöndum. Þetta gat í læknisþjónustunni virð-
ist þó ekki hafa valdið starfandi læknum eða yfirvöldum heilbrigðis-
mála, sem þá voru að mestu skipuð læknum, verulegum áhyggjum,
heldur hitt að við komu svo margra nýrra lækna til landsins mundi
verða offjölgun í stéttinni. Því var haldinn fundur í Læknafélagi
Reykjavíkur árið 1939 sem fjallaði um offjölgun lækna og afleiðingar
af henni fyrir stéttina. Engar ráðstafanir voru þó gerðar til að hindra
þessa þróun, hvorki af hálfu lækna né heilbrigðisyfirvalda, enda reynd-
ust nægileg verkefni fyrir alla nýliðana, sem mynduðu, þegar fram liðu
stundir, kjarnann í íslenskum læknavísindum og læknisþjónustu og
urðu frumkvöðlar, hver á sínu sviði.
Annað sem styrjöldin breytti í íslenskri læknisfræði var að þegar
Evrópa lokaðist fóru læknar að leita sér menntunar vestan hafs. Þetta
breikkaði grundvöllinn undir þekkingu í fræðunum, en það hefur síðan
verið aðalsmerki íslenskrar læknisfræði, að iðkendur hennar hafa leit-
að sér þekkingarfanga báðum megin Atlantshafsins og víðar.
Nýju læknamir fluttu með sér nýja þekkingu og því blésu ferskir
vindar í heimi læknisfræðinnar á Islandi á þessum tímum. Sjúkratrygg-
ingamar höfðu slitið barnsskónum að mestu. Þeir, sem þurftu á lækn-
isþjónustu að halda, fengu hana og ekki voru gerðar athugasemdir af
opinberri hálfu við nýjungar vegna kostnaðar. Þó föst laun læknanna
væru lág, gátu flestir séð bærilega fyrir sér og sínum, sem kostaði að
vísu mikla vinnu. Fullyrða má að þessi ár og áratugimir á eftir hafi
verið harla góður tími bæði fyrir sjúklinga og lækna, þó ýmislegt hefði
mátt betur fara. Læknisfræðivæðing þjóðfélagsins hafði ekki náð að
festa rætur og stjórnmálamenn létu lækna að mestu í friði við störf sín.
I hópi þeirra ungu lækna, sem fluttu nýja þekkingu heim í fartesk-
inu, var bóndasonur norðan úr Svarfaðardal, Snorri Hallgrímsson.