Andvari - 01.01.2001, Page 18
16
ÁRNI BJÖRNSSON
ANDVARI
Uppruni og námsferill
Snorri Sæmundur Hallgrímsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist
á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, 9. október 1912.
Hann var Svarfdælingur í ættir fram. Faðir hans var Hallgrímur Sig-
urðsson, bóndi á Hrafnsstöðum, f. 26. maí 1862, d. 17. febrúar 1936.
Hann var sonur Sigurðar Olafssonar, bónda á Syðra-Garðshorni, á
Upsum og í Syðra-Holti í Svarfaðardal, f. 2. mars 1818, d. seint í júlí
1883 (drukknaði í Svarfaðardalsá), og seinni konu hans, Helgu Hall-
grímsdóttur, f. 2. febrúar 1837, d. 8. september 1869. Móðir Snorra var
Þorláksína Sigurðardóttir, húsfreyja á Hrafnsstöðum, f. 7. nóvember
1869, d. 13. nóvember 1957. Foreldrar Þorláksínu voru Sigurður Jóns-
son, bóndi á Ölduhrygg í Svarfaðardal, f. 17. október 1836, d. 30. maí
1875, og kona hans, Guðrún Soffía Friðriksdóttir húsfreyja, f. 13. nóv-
ember 1836, d. 28. október 1910.
Hallgrímur og Þorláksína giftust 1888 og hófu búskap í Svarfaðar-
dal ári síðar. Voru þau fyrst þrjú ár í Argerði og önnur þrjú í Böggvis-
staðagerði, en 1895 fluttu þau að Hrafnsstöðum. Þar bjuggu þau í þrjá-
tíu ár, til 1925, notasælu búi, uns þau fluttu til Dalvíkur, sem þá var
lítið sjávarþorp. Yngsti sonurinn, Snorri, var þá á þrettánda ári. A Dal-
vík áttu þau heima þar til Hallgrímur lést. Þorláksína bjó eftir það hjá
sonum sínum, síðast hjá Snorra.
Hjónin á Hrafnsstöðum fengu hið besta orð samtíðarmanna sinna
og þóttu mannkostafólk. Þorláksína var umhyggjusöm húsmóðir og
bóndanum lýsir Bjöm R. Ámason, svarfdælskur fræðimaður, svo:
„Hallgrímur Sigurðsson var ötull dugnaðarmaður, fylginn sér og harð-
fengur, heiðarlegur, réttvís og sannleiksgjam niður í tær og fram í
fingurgóma. Hann var ör í lund og nokkuð svo skapbráður og gat þá
orðið bermáll og hvassyrtur. En góð greind, háttvísi og drengskap-
ur stóð honum jafnan til annarrar handar og lék við hóf og varðveitti til
hlítar hamingju hans og góða samvizku.“ - Snorri mat föður sinn mik-
ils. Til marks um það er að framan við doktorsritgerð sína, sem út var
gefin á ensku, setur hann á íslensku: „Tileinkað minningu föður míns.“
Þau Hrafnsstaðahjón eignuðust sex syni, en tveir dóu í bernsku.
Snorri var yngstur sem fyrr sagði. Eldri bræður hans sem upp komust
voru: Gunnlaugur (1890-1963), skólastjóri á Svalbarðsströnd, síðast
skrifstofumaður í Reykjavík, Stefán (1897-1968), skrifstofustjóri Úti-
x