Andvari - 01.01.2001, Síða 19
andvari
SNORRI HALLGRÍMSSON
17
bús Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík og Gunnar (1909-1947), tann-
læknir á Akureyri.
Snorri ólst upp við dagleg störf til sjávar og sveita. Þegar hann tók þá
stefnu að ganga menntaveginn, vann hann fyrir sér eins og aðrir alþýðu-
mannasynir sem kusu að ganga þann veg þó brattur væri og grýttur á
stundum. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk gagn-
fræðaprófi vorið 1930. Þá var skólinn orðinn menntaskóli og tók Snorri
nú stefnuna á stúdentspróf. Hann sótti um að taka það samkvæmt náms-
efni stærðfræðideildar Menntaskólans í Reykjavík, en slík deild var
ekki starfrækt við Akureyrarskóla. Þetta var heimilað og Snorra boðið
að setjast í Menntaskólann í Reykjavík og ljúka prófinu þar. Hann tók
ekki þann kost, heldur las utanskóla á einu ári námsefni 5. og 6. bekkj-
ar. Sýnir þetta kapp hans og harðfylgi. Snorri lauk svo stúdentsprófi
stærðfræðideildar á Akureyri vorið 1932, fyrstur manna og áður en eig-
inleg stærðfræðideild var stofnuð við M. A. Hann braut ísinn að þessu
leyti fyrir norðan, eins og segir í Sögu Menntaskólans á Akureyri.
Eftir stúdentsprófið hóf Snorri nám við læknadeild Háskóla Islands
og lauk þaðan kandidatsprófi í júní 1936, eftir fjögur ár, sem var
óvenju stuttur tími, hvort sem miðað er við þá eða nú. Sama ár sigldi
hann til framhaldsnáms í Danmörku eftir stutta viðdvöl sem staðgeng-
ill héraðslæknisins í Hvammstangahéraði. Árið 1939 sneri hann svo
heim og var staðgengill héraðslæknisins í Breiðumýrarhéraði frá júní
fram í nóvember það ár. Á þessu tímabili mun Snorri hafa hugleitt að
gera dýralækningar að ævistarfi, því hann stundaði rannsóknir á sauð-
fjársjúkdómum meðfram læknisstörfunum og birti grein um riðuveiki
í íslensku sauðfé í Lœknablaðinu 1938.
Meðan Snorri dvaldi í Danmörku 1937-1939, var hann kandidat á
>,Ortopædisk (bæklunar) Hospital“ í Árósum og svo fór að áhugi hans
á bæklunarlækningum manna varð ofan á. Því hleypti hann fljótlega
heimdraganum á ný og að þessu sinni lá leiðin til Svíþjóðar. Þar starf-
aði hann árin 1939-1943, aðallega á bæklunarlækningadeildum í
Stokkhólmi, lengst af við Karolinska Institutet. Frá þeirri stofnun lauk
hann doktorsprófi 31. mars 1943.
Doktorsritgerð Snorra fjallaði um rannsóknir á aðgerðum til að
styrkja og endurbyggja beinagrind ökklans, sérstaklega eftir lömunar-
veiki. Hún nefnist: Studies on reconstructive and stabilizing Operations
°n the Skeleton ofthe Foot. With special Reference to Subastragalarart-
hrodesis in the Treatment of Foot Deformities following Infantile Par-