Andvari - 01.01.2001, Síða 27
andvari
SNORRI HALLGRÍMSSON
25
Vísindamaðurinn
Hin margþættu störf sem hlóðust á próf. Snorra höfðu óhjákvæmilega
áhrif á afköst hans í læknavísindum. Það er í raun mjög skiljanlegt að
maður sem var jafn önnum kafinn við að sinna sjúklingum, auk ann-
arra starfa, sem á hann hlóðust, hafi ekki skilið eftir sig mikið af rituðu
máli. Eins og sagt er hér að framan var honum ekki lagið að virkja
menn til vísindastarfa og fá nafn sitt birt í vísindaritum sem meðhöf-
undur, eins og nú tíðkast. Auk doktorsritgerðarinnar sem birtist sem
fylgirit með „Acta Chirurgica Scandinavica“ 1943, liggja ekki margar
greinar í vísindaritum eftir hann. Ástæður eru augljósar. Það var ein-
faldlega enginn tími aflögu til skrifta að loknu erilsömu og löngu dags-
verki. Sjúklingarnir, stúdentarnir, stjómun auk annarra trúnaðarstari a,
fylltu vinnudaginn og vel það. Þó virðist sem áhugi hans á vísinda-
vinnu hafi farið vaxandi á síðustu árum hans og eflaust hefði meira
birst eftir hann, ef honum hefði enst aldur til.
Doktorsritgerðin ásamt greinargerð sem Snorri samdi um fiskeldi
árið 1968 bera glöggan vott um það, að vísindaleg vinnubrögð voru
honum tiltæk. Hjalti Þórarinsson fv. prófessor hefur upplýst höf. um að
þeir Snorri hafi verið byrjaðir á eftirrannsókn á sjúklingum með maga-
krabbamein, sem meðhöndlaðir voru á handlækningadeild Landspítal-
ans, en áður en því lyki, var Snorri var allur og Hjalti tók við verkefn-
inu sem arftaki hans. Þessi rannsókn hefur þó af ýmsum ástæðum
hvergi verið birt. Snorri birti einnig grein í Læknablaðinu 1968 um
krabbamein í endaþarmi og ristli, greinargerð um 135 sjúklinga sem
vistast höfðu á handlækningadeild Landspítalans 1952—65. Ennfremur
fluttu þeir Snorri og Hjalti erindi á þingi „International Surgical
Group“ um krabbamein í magastúfum eftir miðhlutun maga, en þær
rannsóknir hafa ekki verið birtar í læknatímaritum.
Stjórnandinn
í eftirmælum um próf. Snorra eftir höfund þessarar greinar í jan.-febr-
úarhefti Lœknablaðsins 1973 stendur: