Andvari - 01.01.2001, Page 31
ANDVARI
SNORRI HALLGRÍMSSON
29
annan veg en gert var ráð fyrir í tillögum byggingarnefndarinnar. Þar
kom margt til, sem tilheyrir hrakfallasögu Landspítalans en á ekki
heima í þessari grein.
Tömstundastörf
Snorri Hallgrímsson ólst upp í sveit, þar sem lifað var á því sem land-
íð gaf og lærði því snemma að veiða, skjóta fugla og renna fyrir fisk.
Ahugi hans á veiðum entist honum alla tíð, en varð þó að víkja um set
u síðari hluta ævinnar fyrir öðru áhugamáli, sem var fiskirækt. Það
áhugamál tók hug hans allan og átti að verða viðfangsefni hans að
starfslokum. Hefði honum enst aldur, hefði honum, á því sviði sem
öðrum, tekist að leggja eitthvað bitastætt til mála. Mikið var rætt um
veiðar á handlækningadeild Landspítalans, einkum við upphaf lax-
voiðitímans, rjúpnatímans og hreindýratímans. Próf. Snorri og dr. Frið-
r|k Einarsson voru báðir veiðimenn. Friðrik veiddi aðallega lax og
rjúpur en Snorri bætti hreindýrum við og stundaði þær veiðar um ára-
hil ásamt Kristni Stefánssyni prófessor og Kristni Guðbrandssyni, en
Snorri og Kristinn Guðbrandsson smíðuðu saman „hreindýrabíl“, sem
Þeir notuðu við veiðarnar, en þeir voru báðir þjóðhagasmiðir. Höfund-
Ur þessarar greinar var lítill áhugamaður um veiðar, taldi sig sjá nóg
blóð í daglegu starfi, en óneitanlega kom það sér vel fyrir fátækan
barnamann, þegar rjúpnakippa var lögð við dyrnar eða hreindýrsfalli
stungið inn um gættina. Þegar tímar liðu varð ræktunarmaðurinn þó
sterkari en veiðimaðurinn og þeir Snorri og Kristinn hófu fiskirækt. I
ævisögu Kristins Guðbrandssonar, sem nefnist Krístinn í Björgun og
skráð var af Áma Johnsen, fv. alþingismanni, segir svo:
Fiskiræktin hjá þeim byrjaði þannig, að Kristinn var með hrogn í meðferð inni
í bílskúr hjá sér og síðan þróaðist þetta upp í fiskeldi austur í Vestur-Skafta-
fellssýslu, þar sem Kristinn festi kaup á spildu úr landi Tungu 1959.
Hann hafði fyrst komið á þetta svæði 1945, fékk þá veiðileyfi hjá Munda í
Tungu og veiddi vel. Síðan keypti hann hluta jarðarinnar af Munda, en þegar
Mundi í Tungu féll frá tveim árum síðar, keyptu þeir Snorri og Kristinn jörð-
ina í sameiningu.