Andvari - 01.01.2001, Síða 33
andvari
SNORRI HALLGRÍMSSON
31
Þá er komið að fiskeldinu á Öxnalæk, sem segja má að hafi orðið fynr tilvilj-
un. Eyiólfur var að þvæla með það að hann ætti jörð með heitu vatm 1 Olfusinu,
en við trúðum honum ekki. Eitt sinn þegar við vorum að koma ur veiðiierð var
ákveðið að renna við í Ölfusinu og skoða Öxnalæk. Snorn var með hitamæh
eins og venjulega, og uppsprettuvatnið reyndist 11 stiga heitt. jornti ynr
laxarækt. Þegar Snorri hafði lesið á mælinn, reis hann á fætur, sneri ser a
Eyjólfi Konráð og sagði: , , , ,
„Ef þú heldur, Eyjólfur, að þú hafir átt jörð héma einhvem tima, þa attu hana
ekki lengur, við erum búnir að kaupa hana. .
Það tók ekki langan tíma að ganga frá kaupunum og við keyptum helming-
inn á móti Eykon og öðrum eigendum.
Með kaupunum á Öxnalæknum og framkvæmdum í framhaldt af þetm
var fiskiræktin, sem byrjaði í bílskúrnum hans Knstins 1 Bjorgun,
orðin að stórveldi og leiðandi í fiskirækt á Islandi. Pó Snorra aoðnao-
ist ekki að sjá fyrir endann á ævintýrinu, er ljóst að grunnurinn byggö-
ist að verulegu leyti á vísindalegum vinnubrögðum, sem hann a 1 ti
einkað sér ungur á „Karolinska Institutet“ í Stokkhólmi og haldi V1
síðan. Greinargerð Snorra um laxeldisstöðina í Grafarvogi er að f tnna
1 Árbók Félags áhugamanna um fiskirœkt 1968 og að meginhluta
einnig í búnaðarblaðinu Frey 1968. Árið 1969 birtist í Frey ertndi eftir
Snorra um fiskirækt, sögu hennar, aðstæður og framtíðarhoilui
Maðurinn
Snorri Hallgrímsson var maður í lægra meðallagi á hæð, þreklega vax-
inn og hvatur í hreyfingum. Hann var fremur stórskonnn í andliti, en
bauð af sér góðan þokka. Yfirbragðið var skarplegt, augun skir og
glömpuðu oft af kímni, en gátu orðið hvöss og stingandi ef honum mis-
líkaði. Munnsvipurinn var festulegur og þannig breytilegur, að við sem
hnnum með honum daglega, gátum oft ráðið af svipnum hvemig honum
var innanbrjósts. Hann hærðist snemma og við ævilok var hann hvit-
hærður, sem fór honum vel og undirstrikaði virðuleik mannsins. Að jafn-
aði var hann léttur í máli án tillits til hver viðmælandinn var, en gat verið
hvassyrtur ef honum mislíkaði og fór þar ekki heldur í marmgreinarálit.
í afmælisgrein um próf. Snorra sextugan eftir Snorra Sigfússon, fv.
skólastjóra og námsstjóra, segir greinarhöfundur eftirfarandi sögu fiá
æsku sinni í Svarfaðardal: