Andvari - 01.01.2001, Side 38
SVERRIR JAKOBSSON
Útlendingar á íslandi á miðöldum
I. Tvær örlagasögur
Maður hét Öm. Hann var stýrimaður í siglingum til Islands, „vinsæll maður
og hinn besti kaupdrengur.“ Þrátt fyrir þessa mannkosti lenti hann í deilum
við goðorðsmann í Borgarfirði, Tungu-Odd, um verðlagningu á vörum sín-
um. Tungu-Oddur var talinn „engi jafnaðamiaður“ og erfitt var að etja kappi
við hann en vinsæll stórbóndi í héraðinu, Blund-Ketill, þekkti kaupmanninn,
hafði dvalið hjá föður hans í bemsku og hjálpaði honum því í trássi við goð-
ann.1 Þannig hófust deilur þeirra Tungu-Odds sem lauk með brennunni í Öm-
ólfsdal. Austmaðurinn gerist á ný örlagavaldur þegar hann kemur húsbónda
sínum til hjálpar í orðaskiptum og verður manni að bana með handboga, her-
tækni sem Islendingar munu ekki hafa ráðið yfir á 13. öld, þegar sagan var
rituð.2 Að lokum brennur hann inni með Blund-Katli en vinir Ketils og
vandamenn komast yfir vörurnar sem ollu ófriðnum í upphafi.3
Atökin sem Örn kaupmaður kemur af stað hafa verið meðal eftirminnileg-
ustu viðburða 10. aldar. Ari fróði telur vert að geta þeirra í sínu knappa riti,
íslendingabók.4 Sagan um brennuna, Hænsa-Þóris saga, er hins vegar mun
yngri, eða frá um 1280. Enda þótt hún fjalli um þekkta sögulega atburði vísar
hún ekki síður til samtímans og þeirra deilumála sem þá voru í gangi.5 Naum-
ast hafa áreiðanlegar sagnir geymst öldum saman um Örn kaupmann og þátt
hans í brennunni. Hann er öllu fremur staðalmanngerð sem áheyrendur sög-
unnar hafa þekkt. Saga hans er saga allra Austmanna á íslandi. Hún varpar
ljósi á nokkur þau vandamál sem útlendingar sem komu til íslands gátu lent
í. Kaupmaðurinn gat lent í deilum við innlenda höfðingja vegna kaupskapar,
gestur sem komst í kynni við íslendinga átti í leiðinni á hættu að blandast inn
í deilur þeirra við nágranna og yfirráð yfir erlendri hertækni ollu því að leit-
að var til manns í bardögum.
Brennu-Njáls saga mun hafa orðið til um svipað leyti og Hænsa-Þóris
saga. Þar er önnur söguleg brenna færð í listrænan búning. Sagnir um hetjuna
Gunnar á Hlíðarenda hafa verið víða á kreiki um þessar mundir.6 í Landnámu
segir að Gunnar hafi barist hjá Knafahólum og fellt þar Egil bónda „og Aust-