Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 39
andvari
ÚTLENDINGAR Á ÍSLANDI Á MIÐÖLDUM
37
rnenn tvo“.7 Engin frekari deili eru sögð á þeim þar og eflaust lítið um þá
^itað. Höfundur Brennu-Njáls sögu birtir þess í stað aðra staðalmynd af
útlendingum.
Austmennimir Þórir og Þorgrímur búa hjá Agli bónda. Eru þeir sagðir
"Vinsælir og auðgir. Þeir voru vígir vel og fræknir um allt“. Þórir leggur hug
a dóttur bónda, Guðrúnu náttsól, sem „var kvenna kurteisust“.s Vegna sam-
bands síns við stúlkuna er hann hvattur til að fylgja Agli í aðförina að Gunn-
ari hjá Knafahólum. Er hann tregur til að beita sér í átökunum en þegar hús-
bóndi hans fellur er hann eggjaður fram á vígvöllinn og vinnur það óhappa-
verk að drepa Hjört, bróður Gunnars.9 Síðan lætur Austmaðurinn lífið, í átök-
Uiyi sem koma honum lítið við. Þorgrímur landi hans var ekki þar hjá og hafði
Þórir hvatt hann til að fara utan ef hann sjálfur kæmi ekki lífs úr bardaganum.
En þegar hann hyggst halda heim heitir ekkja Egils bónda honum öllu fé sínu
°g hinni kurteisu dóttur í kaupbæti ef hann vilji vera áfram á íslandi. Þor-
grímur tekur svo þátt í aðför að Gunnari á Hlíðarenda en hittir einungis fyrir
atgeir hans og verður það hans hinsta för.10
Þetta eru miklar örlagasögur og áhugaverðar í sjálfum sér, en þær eru
emnig heimildir um þjóðfélag ritunartímans. Öm kaupmaður og Austmenn-
irnir Þórir og Þorgrímur eru ekki menn af holdi og blóði, heldur, eins og fram
hefur komið, staðalmanngerðir. Þeir eru dæmi um tvenns konar menn sem
höfðu stöðu „hins ókunna“ í íslensku samfélagi.
II. „Hinn ókunni“
Eugtakið „hinn ókunni“ er úr smiðju félagsfræðingsins kunna, Georgs
bimmels." Fræðimenn sem hafa unnið með kenningar Simmels hafa kannað
stöðu tvenns konar samfélagshópa sem eru ókunnir. Annars vegar er rætt um
gesti (sojoumers) sem dveljast í samfélagi um tíma en blandast því ekki. Á
inn bóginn eru á ferðinni innflytjendur sem eru að reyna að falla inn í sam-
elagið.12 Annars vegar er Öm kaupmaður og hins vegar þeir Þórir og Þor-
grimur.
Svona einfalt er þetta þó ekki. Öm er ekki dæmigerður gestur. Þá væri
ann hluti af kaupmannanýlendu af því tagi sem tíðkaðist annars staðar.13
asmi um slíka nýlendu væri vömhúsakerfið (fundaco) við Miðjarðarhaf eða
yggð Þjóðverja í Björgvin, sem voru í sérhverfi á Bryggjunni, einangraðir
ra heimamönnum. Árið 1309 lýsti Ámi biskup í Björgvin þýska vetursetu-
ntenn í bann, þar sem þeir vildu ekki greiða tíund. Einn þeirra, Vemikur
Ur>gmeister, segir þá að „hann og bræður hans höfðu verið betur en þrjátigi
Vetra f Bergvin og sagði hann sig né þá aldrei enn nokkura tíund gört hafa“.14