Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 54

Andvari - 01.01.2001, Page 54
PÁLL BJÖRNSSON Að mynda borgaralegt samfélag - á hestbaki s Heinrich Brockhaus á Islandi sumarið 1867 Um nónbil föstudaginn tuttugasta og fyrsta júní 1867 lagðist póstskipið Arcturus við festar í Reykjavík eftir tólf daga siglingu frá Kaupmannahöfn. Skipið hafði lagt upp á hvítasunnudag níunda júní og samkvæmt áætlun haft viðkomu í Grangemouth á Skotlandi og Þórshöfn í Færeyjum. Með skipinu komu tuttugu og átta farþegar og að venju taldi Þjóðólfur upp nöfn allra full- orðinna. Upptalningin endurspeglaði stigveldi samfélagsins því að hinna valdamestu var getið fyrst og greinilega tekið fram í fylgd hvaða karlmanns hver einstök kona var. Það hefði orðið nokkur blóðtaka fyrir landið ef Arctur- us hefði horfið í hafið vegna þess að á meðal farþega voru nokkrir af helstu fyrirmönnum þess, Hilmar Finsen stiftamtmaður, Helgi Thordersen biskup, Jón Hjaltalín landlæknir, Benedikt Sveinsson yfirdómari og Jón Sigurðsson forseti. Þá voru nokkrir af umsvifamestu kaupmönnum landsins um borð, allt menn af erlendum uppruna.1 Raunar voru flestir farþegar úr hópi efnafólks enda vart á færi annarra að taka sér far með skipinu: Fargjaldið milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar kostaði fjörutíu og fimm ríkisdali en áttatíu dali ef fólk keypti sér far fram og til baka, en það jafngilti tæpum þremur kúgild- um. Þá kostaði fullt fæði án vínfanga átta mörk á dag eða ríflega einn dal.2 Flestir farþeganna voru ferðavanir, einkum þó kaupmennimir sem sumir hverjir höfðu siglt þessa leið allt að fjörutíu sinnum fram og til baka.3 Einnig voru erlendir farþegar með skipinu, þar á meðal maður einn af Saxlandi, Heinrich Brockhaus, „góðfrægur bókasölumaður frá Leipzig“, eins og Þjóð- ólfur orðaði það. Forstjóri og fagurkeri Heinrich Brockhaus (1804-1874) var forstjóri stærsta og líklega þekktasta bókaforlagsins á þýska málsvæðinu um hálfrar aldar skeið, Verlag F. A.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.