Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 55

Andvari - 01.01.2001, Side 55
andvari AÐ MYNDA BORGARALEGT SAMFÉLAG - Á HESTBAKI 53 Bi'ockhaus, fyrirtækis sem faðir hans hafði sett á laggimar 1805.4 Þegar fað- 'rinn lést fyrir aldur fram árið 1823 tók Heinrich við fyrirtækinu, þá tæplega tvítugur að aldri. Hann stýrði því inn í mikið vaxtarskeið, raunar fram til 1849 með aðstoð bróður síns, Friedrichs. Það gefur ákveðna vísbendingu um stærð fyrirtækisins að í byrjun áttunda áratugarins störfuðu um sex hundruð manns hjá því. Það hafði höfuðstöðvar sínar í Leipzig, sem þá var höfuðborg þýskrar bókaútgáfu, en rak jafnframt um skeið útibú í Berlín, Lundúnum, París og Vínarborg. Það fylgdi metnaðarfullri útgáfustefnu, en það voru eink- Urn vísinda- og fræðirit ásamt fagurbókmenntum sem héldu nafni þess á lofti, jafnt utan þýsku ríkjanna sem innan. Kunnast varð það þó fyrir útgáfur ýmiss konar alfræðirita. Brockhaus alfræðiorðabókin er enn þekkt um víða veröld þótt ekki hafi hún náð jafnmikilli útbreiðslu og Encyclopedia Britannica. Að lokum má geta þess að prentsmiðja forlagsins var ekki aðeins tæknilega full- komin; um 1830 var hún einnig orðin sú afkastamesta innan þýsku ríkjanna.5 Heinrich Brockhaus var ekki aðeins umsvifamikill kaupsýslumaður held- Ur einnig áberandi á opinberum vettvangi heimaborgar sinnar. Hann var þingmaður á saxneska landsþinginu í Dresden frá 1842 til 1850 eða þar til hann var sviptur kjörgengi fyrir að mótmæla því að konungur Saxlands hafði numið stjómarskrá landsins úr gildi. Sem þingmaður barðist hann fyrir því að losa um höft og hömlur, til dæmis fyrir prentfrelsi og borgararéttindum til handa gyðingum. Þá var hann fulltrúi í borgarstjóm Leipzig til margra ára og þátttakandi í frjálslyndum samtökum í borginni, félagi í menningarfélögum °g klúbbum heldrimanna. Þá var hann kosinn fulltrúi á samþýska þingið v°rið 1848 sem undirbjó skipulag og kosningar til þýska stjómlagaþingsins 5eni sat síðan árangurslítið á rökstólum í Pálskirkjunni í Frankfurt am Main þar til það leystist upp vorið 1849. Viðhorf Brockhaus í stjómmálum einkenndust af líberalisma og þýskri þjóðemishyggju: Hann var með öðrum orðum það sem á mörgum evrópsk- Um tungum er kallað nationalliberal. Þótt ekki sé hægt að koma pólitískum stlmpli á útgáfustefnu forlagsins er ljóst að hann reyndi að nota það til að ýlr>na hugsjónum sínum fylgi. Til dæmis varð forlagið að miðstöð fyrir mgáfu á verkum austur-evrópskra baráttumanna fyrir þjóðfrelsi á fjórða og lrnmta áratug nítjándu aldar og einnig stóð það fyrir útgáfu tímarita og eins C agblaðs, Deutsche Allgemeine Zeitung, sem reyndi að breiða út hugsjónir eigendanna. Þótt Brockhaus hefði hvorki gengið í háskóla né lagt stund á listnám var ann vel að sér um bókmenntir, húmanísk fræði og listir, einkum tónlist og myndlist. Til að mynda var hann í nánum tengslum við Richard Wagner og v‘ð hliðina á honum í Leipzig bjó annað frægt tónskáld, Felix Mendelssohn artholdy. Af öðrum andans mönnum sem hann kynntist mætti nefna Franz 1Szt, Johann Wolfgang von Goethe og Bertel Thorvaldsen. Raunar mætti vel
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.