Andvari - 01.01.2001, Page 61
andvari
AÐ MYNDA BORGARALEGT SAMFÉLAG - Á HESTBAKI
59
Um húsrúm bókasafnsins ... skal ég hlífa mér að tala margt í þetta sinn, en einungis geta
þess, að ég get einga ábyrgð á því tekið, hverjum skemmdum safnið nú og framvegis er
undirorpið bæði af snjófoki og leka, þar sem það er sannsagt, að þak og gluggar bóka-
safnsins, eins og kirkjuloftsins yfirhöfuð, halda hvorki vindi né vatni. Nú verður og ekki
heldur leingi frestað að fjölga skápum á safninu, svo að í þá verði látnar bækur þær, sem
í nokkur ár hafa safnast fyrir, og orðið að liggja á gólfinu hrúgum saman.34
Brockhaus ákvað að reiða strax fram 36 ríkisdali til að láta binda gjafabæk-
urnar inn35 og jafnframt ákvað hann að þær bækur sem hann myndi síðar gefa
yrðu bundnar inn áður en þær færu á safnið. Hann bað Eirík og Jón að fara í
Spgnum lista af útgefnum bókum forlagsins svo þeir þrír gætu ákveðið í sam-
einingu hvaða bækur kæmu í safnið; lofaði Brockhaus að gefa því fjölda
bóka.36
Brockhaus geðjaðist almennt vel að híbýlum reykviska fyrirfólksins þótt
honum þætti þau heldur þröng. Hann hafði orð á því hve víða væri að finna
Píanó, en lét þó fylgja sögunni að flest þeirra væru illa stillt og fæstir kynnu
uokkuð fyrir sér í píanóleik. Á því væri þó ein undantekning, Olufa Finsen,
eiginkona stiftamtmannsins, sem hann sagði vera mjög góðan píanóleikara.
Og hann fullyrti að koma Svendsens til Reykjavíkur hafi verið viðburður í
tonlistarsögu bæjarins enda hafi hann oftsinnis spilað fyrir fólk, mest heima
bjá Siemsen. Ekki tókst Brockhaus þó að hrinda þeirri hugmynd sinni í fram-
kvæmd að halda góðgerðatónleika með þeim tveimur.37 Eftir að hafa hlýtt á
þau Olufu og Svendsen leika sónötu eftir Beethoven í cís-moll á áttunda degi
bvalarinnar færði hann í dagbók sína að einnig í Reykjavík mætti heyra hana
Vel flutta: „Frúin hefur mjög góða tónlistarmenntun og ég er farinn að bera
Vlrðingu fyrir fiðluleik Svendsens.“38 Líklega grunaði Brockhaus ekki að
Johan þessi Svendsen (1840-1911) ætti eftir að verða þekkt tónskáld og
hljómsveitarstjóri, en ásamt Edvard Grieg er hann talinn bera einna hæst í
n°rskri tónlistarsögu nítjándu aldar.39 Hér verður þó að hafa í huga að Leip-
Zlg var ein helsta tónlistarborg álfunnar á þessum tíma og þvf var Brockhaus
uðeins hinu besta vanur.
, hbrð þeirra Brockhaus og Svendsens virðist þó hafa skilið eftir sig spor í
jslenskri tónlistarsögu. Eiríkur Magnússon leiddi þá nefnilega á fund Svein-
bJörns Sveinbjörnssonar, sem þá var tvítugur að aldri, og segir Sveinbjörn
svo frá - nærri sextíu árum síðar - að þessi kynni hafi verið ein af „kærustu
^mningum41 unglingsáranna: „Svendsen tók með sér fiðluna sína, og auðvelt
er að geta sér til um fögnuð minn, þegar hann braut upp á því að við skyld-
Urn spila eitthvað saman.“ Svendsen fannst Sveinbjörn vera „sérlega vel gef-
lnn tónlistarmaður“ en hins vegar svo hlédrægur að jaðraði við heimóttaskap.
veinbjörn segir svo frá að Eiríkur hafi reynt að fá Brockhaus til að styrkja
ann til náms í Leipzig.40 Eftir að hafa hlustað á Sveinbjörn leika á píanó í
Urn klukkutíma felldi Brockhaus úrskurð sinn: „Ég verð ... að segja að mér