Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2001, Side 64

Andvari - 01.01.2001, Side 64
62 PÁLL BJÖRNSSON ANDVARI Þótt Brockhaus fyndist Geysissvæðið tilkomumikið átti hann greinilega von á meiru: „Ef til vill eru gosbrunnamir við Versali, Wilhelmshöhe [rétt hjá Kassel] eða Potsdam öflugri skrifaði hann í dagbók sína. Þeir dvöldu þarna í þrjá daga í von um að verða vitni að stóru Geysisgosi en allt kom fyrir ekki. Strokkur sýndi hins vegar nokkra virkni eftir að þeir höfðu kastað miklu torfi og grjóti ofan í hann, en slfkt gerðu menn gjaman á þessum tímum.57 Hann hafði orð á því hve mörg börn hver kona ætti og fullyrti síðan að mikill ungbarnadauði stafaði af því hversu ömurleg híbýli almennings væru. Hann fór inn í einn torfbæinn sem varð á leið þeirra og sagði svo: [M]ér létti þegar ég kom aftur út undir bert loft, svo viðurstyggilegur fnykur er í þess- um holum. Þó er ég alls ekki með viðkvæmt lyktarskyn. Það getur ekki annað verið en að lífið í þessum holum hafi skaðleg áhrif á ung börn vegna þess að á fyrstu árum sínum eru þau neydd til að vera með mæðrum sínum í stofunni. Þessir grænu kofar eru undur- fagrir á mynd, en þeir eru í raun ógeðslegir.58 Það bágborna efnahags- og félagslega ástand sem við honum blasti á Suð- urlandi hefur greinilega haft slæm áhrif á sálarástand hans, að minnsta kosti var honum létt þegar þeir náðu til Eyrarbakka þar sem þeir fengu inni hjá Jakob Lefolii kaupmanni sem þeir höfðu verið samskipa frá Kaupmanna- höfn. Lefolii bjó vel þannig að Brockhaus gat tjáð dagbók sinni: „Hér var aftur siðmenntað, evrópskt menningarástand og það fór einstaklega vel um okkur hjá fjölskyldu kaupmannsins." Það hefur líklega ekki spillt fyrir ánægjunni að sýslumaðurinn var í heimsókn hjá Lefolii.59 Þeir áttu svo eftir að gista eina nótt í Herdísarvík, en síðustu nóttina voru þeir í Hafnarfirði þar sem Klausen sýslumaður bauð til morgunverðar. Brockhaus sneri aftur til Reykjavíkur að kvöldi hins tuttugusta og þriðja júlí þar sem við tóku boð af ýmsu tagi áður en hann yfirgaf landið í byrjun ágúst. ✓ Islenskt samfélag: Hvað ber að gera? Brockhaus var sannfærður evrópskur líberalisti eins og getið var um hér að framan. Hann og skoðanabræður hans í Mið-Evrópu töldu að einstaklingur- inn ætti að vera grunneining þjóðfélagsins og í honum byggi afl sem leysa bæri úr læðingi. Jafnframt trúðu þeir á samtakamátt fólks, að ef það stofnaði frjáls félagasamtök myndi margur vandi þjóðfélagsins leysast. Þeir litu einnig svo á að breytingar á þjóðfélagsgerðinni í þessa átt hefðu mikið upp- eldisgildi, að þær myndu skapa kjöraðstæður fyrir ræktun sjálfstæðra ein- staklinga og fullgildra þátttakenda í hinu borgaralega samfélagi. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að í íslandsferðinni var hann sífellt að bera hið íslenska bændasamfélag saman við hina æskilegu skipan í anda líberalisma:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.