Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 65
ANDVARI
AÐ MYNDA BORGARALEGT SAMFÉLAG - Á HESTBAKI
63
Maður dáist að mörgu á íslandi, en mjög margt sem fyrir augu ber getur maður engan
veginn samþykkt. Löngunin í drauma-ástand er mjög sterk, en í henni birtist þvflík
óhagsýni, að ekki einu sinni það sem svo auðveldlega mætti hrinda í framkvæmd verð-
ur gert. Margt í þessu íslenska ástandi skýrist af legu eyjarinnar og einnig í hinni mjög
svo áhugaverðu og einstöku þróun, sem saga og menning landsins hafa gengið í gegn-
um. A síðustu öldum hefur landið setið eftir sem er afleiðing mikillar vanrækslu dönsku
stjómarinnar. Upp á síðkastið hefur orðið mikil vakning meðal þjóðarinnar, en fólk veit
þó ekki hvernig það á að bera sig að við að breyta og bæta núverandi ástand. Fólkið er
upptekið af fomíslenskum aðstæðum og ætlast til of mikils af dönsku stjórninni, sem nú
er þó öll af vilja gerð til að gera eitthvað fyrir Island, en fólkið reynir ekki að hjálpa sér
sjálft.60
Og þar með erum við komin að kjamanum í lífsviðhorfum Brockhaus: Sjálfs-
hjálp. Hann horfði á þetta fremur kyrrstæða bændasamfélag á eyjunni í
norðri gegnum linsu líberalismans. Og víða fann hann fyrir tregðu meðal
íslensks almennings:
Það er svo margt sem er í þessu aldagamla og ófullnægjandi ástandi, þar sem auðvelt
væri með sjálfvirkni og með skynsamlegum félagasamtökum að koma mörgu góðu til
leiðar. Þegar maður nefnir hvemig hinu og þessu gæti verið öðruvísi fyrir komið, og hve
auðvelt ætti að vera að hrinda því í framkvæmd, samsinnir fólk því raunar, en kemst svo
ætíð að þeirri niðurstöðu, að það gangi ekki upp af hinni eða þessari ástæðunni. ’
I dagbókarfærslum Brockhaus kemur fram að hann taldi mikla þörf á verk-
'egum framkvæmdum hérlendis; hér mætti einnig tala um áherslu á praktíska
^luti sem birtist um leið í gagnrýni hans á fortíðarþrá íslendinga sem honum
funnst til dæmis endurspeglast í áhuga fólks á ættfræði. Þegar Jón bróðir Pét-
Urs Péturssonar biskups sýndi honum þriggja binda handrit eitt mikið sem var
lul>t af nöfnum, þá blöskraði honum: „Það er dæmigert fyrir ísland að fólk
skuli helga sig svo ættfræðinni; það er eitthvað hrífandi við þetta, en þó
uiætti einnig segja að menn hefðu eitthvað betra við tíma sinn að gera en
fylla þrjú stór bindi með nöfnum að mestu óþekkts fólks.“62
Pegar hann kom ríðandi niður að Eyrarbakka taldi hann sig þó sjá merki
Uru vakningu meðal íslensku þjóðarinnar. Hann kom nefnilega auga á eitt-
uvað sem líktist brúm sem hann giskaði á að lagðar hefðu verið með sam-
takamætti fólks. Þegar hann fregnaði að svo væri ekki, þyngdist á honum
Urúnin. Það sýnir að fyrir honum var framkvæmdin sem slík ekki það sem
1T>estu máli skipti heldur hvemig að henni var staðið: Hefðu einstaklingar
tekið það upp hjá sjálfum sér að leggja þær, gæti það hafa lyft þeim á hærra
'T'enningarstig, gert þá að hæfari þátttakendum í hinu borgaralega samfélagi.
^eðal þess sem hann taldi að gæti orðið til að styrkja þróun íslensks
atvinnulífs var trjárækt. Þótt hann hefði ekki séð eitt einasta tré á íslandi,
Sagðist hann hins vegar hafa séð „mikið af þéttu kjarri“ og þess vegna taldi
auu „að það væri hægt að þróa skógrækt á íslandi með þolinmæði og skyn-