Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 74
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
Háskólakennsla
Gísla Brynjúlfssonar
Gísli Brynjúlfsson gat sér ekki frægðarorð sem fræðimaður enda þótt hann ynni
ævistarf sitt á þeim vettvangi. Hann átti erfitt með að stefna að ákveðnu marki
því að hugurinn flaug víða, en hafði skamma dvöl á hverjum stað. Um Gísla
hefrr verið sagt af þeim sem þekktu hann ungan að hann hafi verið frábær at-
gervismaður og „að þeir hafi aldrei nokkum tíma þekkt ungan mann betur
gerðan [...] Gáfur hans voru mjög fjölhæfar og fjömgar, [...] fróðleikurinn afar
víðtækur og sumstaðar djúpt gmndvallaður, minnið trútt lengi vel, og á flestum
hlutum var skilningur hans Ijós, og ímyndunaraflið var mikið. En ekki voru
Gísla lagin ritstörf til þrautar að því hófí sem hæfileikar voru til. Hann bjó yfír
mörgu og vildi gera margt [...] og byrjaði jafnvel á mörgu, sem annað hvort
varð lítið úr eða þá aldrei varð lokið við, svo að lærdómi hans sér minni stað
en mátt hefði“, segir Jón Þorkelsson um hann (Sunnanfari 1896, 75).
Háskólanám, fyrstu frœðastörf og þingmennska
Gísli Brynjúlfsson kom til Hafnar síðsumars 1845, átján ára að aldri. Á inn-
tökuprófinu við Hafnarháskóla hlaut hann að vísu fyrstu einkunn, en prófið
var ekki með þeim glæsibrag sem vænst var eins og fram kemur í bréfi Gísla
til móður hans 16. mars 1846 þar sem hann rekur fyrir henni hvemig prófin
gengu og hvaða einkunnir hann hlaut. Hann hlaut ágætiseinkunn í þýsku og
frönsku, fyrstu einkunn í latínu, latneskum stíl, grísku og hebresku, trúfræði
(religion), landafræði, og stærðfræði (Arithmetik), en aðra einkunn í dönsku
(Udarb[eidelse] i Modersmaalet), sögu og rúmfræði (Geometri). Það er
athyglisvert að Gísli fær ágætiseinkunn í þeim greinum sem ekki voru kennd-
ar í Bessastaðaskóla og hann hafði numið af sjálfsdáðum. Jónas Guðmunds-
son gekk ekki undir próf í þessum greinum, en hann var samferða Gísla í
prófunum og fékk ágætiseinkunn í fjórum fögum og fyrstu einkunn í afgang-
inum nema aðra einkunn í dönsku.