Andvari - 01.01.2001, Page 80
78
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
vítt um Evrópu, en kvæði hans ort á íslensku einungis í þröngum hóp
(Lbs.1308, 4to).
Sem ritari Arnanefndar gaf Jón Sigurðsson Gísla einnig meðmæli. Þau eru
dagsett 1. mars 1864. Þar segir að allt frá skólaárum sínum hafi Gísli verið í
fremstu röð íslenskra námsmanna sakir gáfna og mannkosta, og hann sé
meðal „de básta nulejvande islándska skalder". Rannsóknir hans á íslensk-
um bókmenntum hafi einkum beinst að íslenskri ljóðagerð og hann hafi
unnið við söfnun eldri kvæða og kvæðabrota. Þá sé hann vel heima í enskum
og frönskum bókmenntum og hafi haft „tilfálla att kunna personlig besöka
Paris och London“. Auk þess sé Gísli prýðilega máli farinn. Jón lýkur
umsögn sinni svo að það yrði ótvíræður fengur fyrir háskólann í Lundi að
ráða hann til starfa. Meðmæli Konráðs Gíslasonar 2. mars s. á. voru síst lak-
ari. Hann segir sér það óblandna ánægju að gefa Gísla meðmæli, en verðleik-
ar hans séu svo alþekktir að þeirra sé ekki þörf, en nefnir sérstaklega þekk-
ingu hans á fomum skáldskap og norrænni goðafræði.
Daginn eftir, 3. mars, skrifuðu þeir W. Chr. Werlauff og C. C. Rafn einnig
meðmæli, þar sem þeir staðfestu fyrri umsagnir um Gísla. Rúmri viku síðar,
12. mars, eru dagsett meðmæli frá Carl Sáve prófessor í norrænum málum
við háskólann í Uppsölum. Hann vitnaði til orða Konráðs Gíslasonar og
sagðist vera honum sammála og hafa engu við orð hans að bæta. Þegar um
kennarastól í hinu fomnorræna máli væri að ræða væri enginn því starfi betur
vaxinn en Gísli Brynjúlfsson. Engu að síður þótti Sáve miður að Gísli væri
ekki „Svensk till födsel och uppfostran“ og talaði um fyrirlestra „utgáende
frán annan Nordisk standpunkt“.
Þau ummæli sem hér hefir verið vitnað til voru mjög á eina lund um þekk-
ingu Gísla á fomum fræðum. Áður höfðu einstaka raddir heyrst þar sem
annað hljóð var í strokknum. Hinn 29. október 1861 skrifaði Benedikt Grön-
dal Jóni Ámasyni frá Kaupmannahöfn og sagði:
Hefur Gísli verið að prédika heima um skáldskapinn forna, sem hann hefur ekkert vit á?
Við vonum hér allir að guð gefi hann komi aldrei með þetta blessaða kvæðasafn, sern
félagið hefur glæpzt á, því það verður hryllileg endaleysa. Seinustu orðin, sem hann tal-
aði við mig í sumar, voru þetta: „Það segi ég þér satt, góði, að hann faðir þinn hafði ekk-
ert vit á fomum skáldskap", og með þetta hefur hann gengið um Þýzkaland og nú sjálf-
sagt um England og Frakkland, en þó pabbi hafi sumstaðar villzt, þá mun Gísli aldrei
hafa tæmar þar, sem hann hafði hælana, og aldrei hef ég séð einn mann hrúga upp eins
óskammfeilnum vitleysum og vilkaarligheder á litlu svæði eins og Gísla, í öllu, sem
hann ritar (BG.: Ritsafn V, 119).
Pétur Pétursson, forstöðumaður Prestaskólans og síðar biskup, hafði hins
vegar mikla trú á Gísla eins og fram kemur í bréfi til hans 25. apríl 1864, þar
sem Pétur þakkar honum fyrir „bréf frá 30. f. m.“ og sagði: