Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 83
andvari
HÁSKÓLAKENNSLA GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
81
máli, bókmenntum og goðafræði, og hann hefir verið talinn sá sem lagði
grunninn að fræðilegum rannsóknum á norrænu máli við háskólann í Lundi.
Axel Nyblæus skrifaði Gísla að nýju 17. maí 1865 að Visén hefði orðið
fyrir valinu, en léleg sænskukunnátta orðið Gísla að fótakefli (Nks. 3263
4to).
Tillögur um stofnun kennaraembœttis í Reykjavík
A alþingi 1865 bar Jón Pétursson dómstjóri upp tillögu um stofnun kennara-
ernbættis í Reykjavík í sögu íslands og íslenskri fomfræði. Þórður Jónasson
yar þá konungsfulltrúi. Hann taldi að tillagan kynni að vera „vel hugsuð, og
1 sjálfri sér uppbyggileg“, en áleit að stjórnin myndi ekki geta útvegað þá
1600 dali hjá ríkisdeginum sem þyrfti til að stofna embættið og brýnni þörf
Ví£ri fyrir fjárveitingar til annarra hluta.
Jón Sigurðsson gegndi forsetastörfum á þinginu. Hann bar undir þingmenn
uv°rt setja skyldi nefnd í málið. Það var fellt með 10 atkvæðum gegn 9 (Alþt.
1865 IA, 380-81).
Jón Pétursson vissi að sjaldan fellur tré við fyrsta högg. Því bar hann málið
aftur fram á næsta þingi 1867. Nú brá svo við að flestallir þingmenn reynd-
Ust rnálinu hlynntir. Umræðum lauk svo að skipuð var þriggja manna nefnd
'Sem Jón Pétursson, Sveinn Skúlason og Pétur Guðjónsson skipuðu (Alþt.
867 1,188-97). Nefndin tók þegar til starfa og ræddi málið á tveimur fund-
Um og samdi síðan bænarskrá til konungs sem samþykkt var með 18 atkvæð-
Um gegn 5 þar sem konungur var beðinn að fyrirskipa: „Að stofnsett verði
er 1 Reykjavík fast kennaraembætti með 1600 rd. launum í sögu íslands og
ornfræðum Norðurlanda, og að kennara þeim verði gjört að skyldu, að halda
uuPlaust opinbera fyrirlestra á vetuma fyrir þeim, er heyra vilja“ (Alþt.
867 II, 423-24).
Jón Pétursson skrifaði Gísla Brynjúlfssyni 26. ágúst 1867 og sagði í lok
bréfsins:
Eg bar nú og upp uppástungu um að fá settan kennara hér í Reykjavík með 1600 rd.
launum til að kenna sögu íslands og fomfræði Norðurlanda, og hafði hún nú framgang
a þinginu með langtum betra byr en í hitt hið fyrra,- Mér lá við að segja, að bændur yrðu
engan veginn svo sínkir í fjárútlátum til vísinda eflingar, ef þeir fengu fjárhagsráð, sem
margur kynni að halda. Sumir prestar, sem á þinginu em, eru víst verri í þessháttar
efnum (Nks. 3263 4to).
1 öðru bréfi til Gísla 21. október s. á. komst Jón svo að orði: