Andvari - 01.01.2001, Side 86
84
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
í vor sendi eg yður niðurlagið af blaðadeilunni við Jón Sigurðsson, en nú sendi eg yður
tvö nr. af „Föðwl[andinu]“ og eitt af „Dagstelegrafnum", sem þér sjáið af að eg hefi
nýlega haldið 6 fyrirlestra yfir norræna goðafræði - eg byrjaði á sumardaginn fyrsta -
hér við háskólann, og hafði eg miklu fleiri tilheyrendur en almennt er - c. 100 - og eg
gat búist við í fyrsta skipti. En vænst þykir mér þó að Bjömstjerne Bjömson líkuðu fyr-
irlestrarnir svo vel, og erum við nú góðir kunningjar - en þar er öflugur maður, sem má
sér mikils bæði hér og í Noregi og því líka getur gert íslandi hið mesta gagn einnig í
pólitísku tilliti, og skal eg þá ei spara að segja honum hvað rétt er. Þetta er allt annað en
þegar ónefndur maður einn var að skrifa nafnlaus bréf í ómerkilegt norskt blað og þókt-
ist skrifa frá íslandi, en þorði aldrei að koma hreint og beint fram með neitt (Lbs. 1934
a, 4to).
Hér á Gísli við blaðagreinar sem Jón Sigurðsson skrifaði í Christiania Intelli-
genssedler frá 1862-71. Þær voru nafnlausar og hin mesta leynd hvfldi yfir
því hver höfundurinn var. Samt hefir Gísla verið kunnugt um höfundinn og
af orðum hans má ráða að sama hafi gilt um Jón Pétursson.
Jón Pétursson svaraði bréfi Gísla 3. júní 1868 og sagði:
Það gleður mig innilega, hvaða lukku fyrirlestrar yðar hafa gjört; eg veit af því, að þér
hafið og getað gjört þá skemmtilega, því þér eruð svo vel máli farinn, og hafið getað
gjört efnið mjög skemmtilegt; þér ættuð nú að stunda eftir því, að komast að við Uníver-
sítetið í hið minnsta fyrst sem docent, því úr því þér eitt sinn væruð kominn þar inn,
munduð þér komast lengra (Nks. 3263 4to).
Hinn 30. ágúst 1870 sótti Gísli um leyfi og styrk til að halda opinbera fyrir-
lestra um íslenska stjórnmálasögu (Islands politiske Historie). Ráðuneytið
leitaði álits háskólaráðs sem taldi sig ekki sjá betur en æskilegt væri að af
slíku yrði.
Háskólaráðið sneri sér til heimspekideildar sem taldi að fulla nauðsyn bæri
til að andæfa þeim ranghugmyndum sem uppi væru um samband íslands og
Danmerkur og Gísli væri mjög vel hæfur til að taka að sér það hlutverk. Svar
heimspekideildar var dagsett 20. september 1870. Þar var talað um að á síð-
ustu árum hefði „et separatisk Parti“ haft sig mjög í frammi og reynt að
veikja sambandið milli þjóðanna „ved Fordrejelse af Historien". Til að vinna
gegn því kæmi þetta fyrirlestrahald að góðu gagni, þar sem „den virkelige og
uforfalskede Historie“ væri kennd.
Svo fór að mikill meiri hluti deildarinnar mælti með umsókn hans og nið-
urstaðan varð að Gísla voru veittir 600 dalir „af Universitetets Konto for vid-
enskabelige Formaals Fremme“ háskólaárið 1870-71 til að halda fyrirlestra
tvisvar í viku um „Islands politiske Historie fra 01dtiden“ (K0bUniv. Aarb.
1864-71, 39-40 og 162).
Gísli vék aftur að fyrirlestrum sínum í bréfi til Jóns Péturssonar 28. sept-
ember 1870. Þar komst hann svo að orði: „[...] nú er í ráði - bæði Hall og