Andvari - 01.01.2001, Page 91
andvari
HÁSKÓLAKENNSLA GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
89
í bréfum Hafnarstúdenta kemur fram að þeim þótti lítill sómi að málflutn-
mgi Gísla þegar rætt var um fræðileg efni. Hafsteinn Pétursson skrifaði Þor-
leifi Jónssyni 8. nóvember 1884 svohljóðandi tíðindi af doktorsvörn Finns
Jónssonar: „Ex officio oppóneruðu Konráð og Wimmer, sem báðir hældu
nijög ritgjörðinni, en Gísli Brynjúlfsson andmælti ex auditoris, og bar ekkert
oflof á vin sinn, sem svaraði í sama tón. Auditoríið hló dátt að Gísla. Annars
þótti mér Finnur ekki verja sig vel“ (.Hafnarstúdskr;, 177). Finnur greinir frá
doktorsvöminni í ævisögu sinni á þessa leið:
Wimmer og Konráð voru andmælendur af háskólans hálfu; taldi Konráð ýmsar smávill-
ur hingað og þangað, Wimmer eina málfræðilega kórvillu, [...]. Af áheyrendum kom
Gísli Brynjólfsson fram; það var ekki annað en hans vanalegi vaðall, og fyrir utan efnið,
svo að Decanus, Gertz, tók fram í og sagði, að hann yrði að hætta að tala um það, sem
ekki kom máli við (Sonatorrek, sem eg alls ekki hafði tekið til meðferðar) (Ævisaga FJ.,
63).
✓
Osk um embœttisframa hafnað
^inn 26. febrúar 1886 var Konráði Gíslasyni veitt lausn frá embætti sínu frá
3 1 • ágúst að telja. Sama dag var dr. phil. Ludvig A. F. Wimmer veitt embætt-
'ö frá 1. september s. á.
begar ljóst var í upphafi árs 1886 að Konráð léti af störfum sem prófessor
1 norrænum málum virðist Gísli Brynjúlfsson hafa álitið að nú væri lag fyrir
Sl§ að bæta stöðu sína við háskólann. Honum var veitt leyfi til að ferðast til
udanda síðsumars það ár um sex vikna skeið og þurfti ekki að hefja kennslu
fyrr en í október.
Þetta sumar fóru fram bréfaskipti milli háskólaráðs Hafnarháskóla og
kennslumálaráðuneytisins vegna umsóknar frá Gísla um að dósentsembætti
hans yrði breytt í prófessorsembætti árið 1886, laun hans hækkuð úr 2.500 í
3.200 kr. og hann fengi sæti í heimspekideild. Hinn 1. október sama ár sendi
^áskólaráð kennslumálaráðuneytinu greinargerð frá heimspekideild dagsetta
^• september. Þar var rakið hvemig embættið var til orðið og sagt að þessi
staða hafi verið frábrugðin öðrum dósentsembættum. Þegar Gísla var veitt
stuðan hafi örugglega ekki verið gert ráð fyrir að hún yrði varanleg. Hann
lafí áður lagt til að henni yrði breytt í sérstakan kennarastól í íslenskri sögu
bókmenntum. Nefnd sem falið var að fjalla um launamál háskólans hafi
a§st gegn tillögunni. Heimspekideildin sagðist vera sömu skoðunar nú og
nefndarmenn áður og bætti því við að það virtist óeðlilegt að í prófessors-
enibætti þar sem fjallað væri um sögu og bókmenntir væri íslenskri tungu
elcki sinnt.