Andvari - 01.01.2001, Side 105
ANDVARI
SVIÐSETNING Á ÆVI KRISTS
103
✓ /
Utvarpserindi Olafs Jónssonar
Olíkt Gunnari Jóhannesi hafnar Ólafur Jónsson ekki hinum trúarlega grunni
Aðventu. Hann bendir á að borið saman við frumgerðina, Góða hirðinn, er
aukið við hið trúarlega efni í Aðventu. Hann rökstyður m. a. mál sitt með því
að skoða mótun Aðventu og bendir t. d. á að þar lengir Gunnar Gunnarsson
för Benedikts um viku svo hún spanni alla aðventuna (1986: 185). Ólafur
telur þessa breytingu, sem og nafn sögunnar, undirstrika hið trúarlega stef
Sem hnígur að undirbúningi fyrir komu lausnarans og endurlausn mannsins.
Þannig telur Ólafur að „Með tímatali sögunnar er ferð Benedikts svo að segja
ntúalíseruð, fasttengd hinum trúarlega efnisþætti sögunnar.“ (1986: 187).
Ritúalíseringin á ævi Krists í Aðventu sést einnig vel í skilningi Benedikts á
°rðinu „aðventa“:
Aðventa! já .... Benedikt tók orðið sér í munn með varfæmi, þetta stóra, hljóðláta orð,
svo furðulega annarlegt og inngróið í senn, e.t.v. inngrónast Benedikt allra orða. Að vísu
var honum ekki fyllilega ljóst, hvað það þýddi, en þó var fólgið í því að vænta einhvers,
eftirvænting, undirbúningur - svo langt náði skilningur hans. Með árunum var svo
komið, að þetta eina orð fól í sér næstum allt hans líf (bls 15).
Af þessu má sjá að meðvitað er verið að tengja líf Benedikts við ævi og starf
Krists. Aðventan sem snýst um komu Krists í heiminn er orðin megininntak
1 lífi Benedikts. Ólafur nefnir fleiri breytingar sem gefa tilefni til þessarar
lulkunar. Þannig er í sögunni bæld niður „hin rómantíska skýring Góða hirð-
isins á háttemi Benedikts.“ (1986: 194). Ef Benedikt hefði farið á fjöll af
rómantískum ástæðum hefði það dregið úr tengslum hans við boðskap og
starf Krists. Upphafsorð sögunnar endurspegla þetta einnig: „Þegar hátíð fer
1 hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“ (bls. 9), því Benedikt býr
undir hátíðina með því að breyta eftir Kristi, eins og vikið verður að hér
á eftir.
Ölafur bendir á að Benedikt tekur „á sig kristlíkingu í sögunni: hann er sá
Sern koma skal.“ (1986: 200). Sjá má dæmi um þetta þegar Benedikt hugsaði
hj innreiðar Jesú og „fannst í sömu svipan hann þekkja þennan litla asna, og
vita gerla, hversu honum og hversu Guðssyni hefði verið innanbrjósts á hinni
heilögu stundu.“ (bls. 18). í sömu svipan og Benedikt hugsar til frelsarans
Vlrðist hann renna saman við Jesú og asnann sem bar hann. Að mörgu leyti
svipar Benedikt til leikara á sviði sem er samtímis leikpersónan og hann
sjálfur.
Meginmarkmið með grein Ólafs er að bera hinar þrjár frásagnir af ferðum
ríialla-Bensa saman og sýna fram á að Aðventa sé ekki „heimilda-saga“