Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 116

Andvari - 01.01.2001, Page 116
114 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI eitt sinn staddir á Dröngum á Skógarströnd. Sigfús reis hægt á fætur, stóð kyrr um stund og settist svo aftur.1 - Hinsvegar var hann námfús og afar næmur, um það ber öllum saman, og varð snemma læs. „Hann var sílesandi, las allt. Það var bókasafn á Breiðabólsstað, þar fékk hann bækur,“ segir Am- dís systir hans. Sjálfur hefur Sigfús einnig minnst á Theodóru Daðadóttur frænku sína í Stykkishólmi og mann hennar, en þau hjón voru bókafólk.2 Og foreldrar hans gerðu sér fulla grein fyrir því að það var ekki einskær leti sem gekk að stráknum. Hann var heilsuveill og mjög þreklítill. Fyrst lá hann heima, svo fór hann á sjúkrahúsið í Hólminum en Þórdís móðursystir hans sá að betur mætti og tók hann með sér suður og kom honum á Landspítalann. Árið 1943 fer hann suður í annað sinn. Hann er þá orðinn mjög blóðlítill, mælist aðeins með 30% blóð við komuna. Það er að sögn læknis á mörkum þess sem lífvænlegt getur talist.3 Sólveig móðursystir hans bað hjúkrunarkonu á Landspítalanum að spyrja yfirlækninn um Sigfús. „Þessi ungi piltur á ekkert líf frammundan,“ var svarið.4 Frá fjórtán ára aldri til tvítugs lá Sigfús oft á Landspítalanum og Hvítabandinu, eða í tæpa 24 mánuði samtals, allar legumar vegna blæðandi ristilbólgu. Fullan bata við þeirri meinsemd fékk hann ekki fyrr en í Frakklandi. Haustið 1949 veiktist hann svo af berklum og var rúma sjö mánuði á Vífilsstöðum. Sigfús sótti farskóla á Breiðabólsstað hjá séra Sigurbirni Einarssyni, var tvo vetur í Ingimarsskólanum við Lindargötu (1944-46) og tók síðan stúd- entspróf utanskóla í M. R. 1951. Þá er hann orðinn allvel læs á ensku, þýsku og frönsku og furðulega vel lesinn í nýrri ljóðbókmenntum á þeim málum, einsog ljóst má verða af því sem hér fer á eftir. Augljóslega hefur sjúkrahús- vistin jafnframt nýst honum til náms, góður tími hefur gefist til lestrar. Eftir að hann kom til Reykjavíkur, og þegar hann var ekki á sjúkrahúsi, leigði hann herbergi á ýmsum stöðum í bænum en borðaði yfirleitt hjá hjónunum Þóru Vigfúsdóttur og Kristni E. Andréssyni, og í fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar 1945, þegar Sigfús er enn sextán ára, birti Kristinn fyrsta kvæði hans. Það hét „Strætisvagnamir eru hættir ferðum“ og var að formi til alveg hefðbundið en í því persónulegur og áleitinn tónn, og setningar sem „bentu til skáldgáfu“, að því er Jón Óskar hefur eftir Hannesi Sigfússyni. Jón hefur reyndar lýst því skemmtilega hvemig Sigfús kom þeim Hannesi fyrir sjónir þegar þeir kynntust.5 Þar er þessi svipmynd: „Hann var komungur, aðeins sextán ára gamall, mjór, langur, fölleitur með slétt hár sem féll niður á vanga öðru megin eins og í stífum boga.“ Fyrir þetta litla kvæði ávann Sigfús sei að sögn Elíasar Marar rithöfundar nafngiftina strætisvagnaskáldið meðal skáldbræðra sinna. Nokkur fleiri kvæði birtir Sigfús á víð og dreif í tímarit- um næstu árin. Sumarið 1951 gengur hann svo frá ljóðabók sinni til prentun- ar og fer til náms í Frakklandi um haustið, um svipað leyti og bókin kemur út. I henni eru tuttugu ljóð frá fjórum árum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.