Andvari - 01.01.2001, Page 116
114
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
eitt sinn staddir á Dröngum á Skógarströnd. Sigfús reis hægt á fætur, stóð
kyrr um stund og settist svo aftur.1 - Hinsvegar var hann námfús og afar
næmur, um það ber öllum saman, og varð snemma læs. „Hann var sílesandi,
las allt. Það var bókasafn á Breiðabólsstað, þar fékk hann bækur,“ segir Am-
dís systir hans. Sjálfur hefur Sigfús einnig minnst á Theodóru Daðadóttur
frænku sína í Stykkishólmi og mann hennar, en þau hjón voru bókafólk.2 Og
foreldrar hans gerðu sér fulla grein fyrir því að það var ekki einskær leti sem
gekk að stráknum. Hann var heilsuveill og mjög þreklítill.
Fyrst lá hann heima, svo fór hann á sjúkrahúsið í Hólminum en Þórdís
móðursystir hans sá að betur mætti og tók hann með sér suður og kom honum
á Landspítalann. Árið 1943 fer hann suður í annað sinn. Hann er þá orðinn
mjög blóðlítill, mælist aðeins með 30% blóð við komuna. Það er að sögn
læknis á mörkum þess sem lífvænlegt getur talist.3 Sólveig móðursystir hans
bað hjúkrunarkonu á Landspítalanum að spyrja yfirlækninn um Sigfús.
„Þessi ungi piltur á ekkert líf frammundan,“ var svarið.4 Frá fjórtán ára aldri
til tvítugs lá Sigfús oft á Landspítalanum og Hvítabandinu, eða í tæpa 24
mánuði samtals, allar legumar vegna blæðandi ristilbólgu. Fullan bata við
þeirri meinsemd fékk hann ekki fyrr en í Frakklandi. Haustið 1949 veiktist
hann svo af berklum og var rúma sjö mánuði á Vífilsstöðum.
Sigfús sótti farskóla á Breiðabólsstað hjá séra Sigurbirni Einarssyni, var
tvo vetur í Ingimarsskólanum við Lindargötu (1944-46) og tók síðan stúd-
entspróf utanskóla í M. R. 1951. Þá er hann orðinn allvel læs á ensku, þýsku
og frönsku og furðulega vel lesinn í nýrri ljóðbókmenntum á þeim málum,
einsog ljóst má verða af því sem hér fer á eftir. Augljóslega hefur sjúkrahús-
vistin jafnframt nýst honum til náms, góður tími hefur gefist til lestrar. Eftir
að hann kom til Reykjavíkur, og þegar hann var ekki á sjúkrahúsi, leigði hann
herbergi á ýmsum stöðum í bænum en borðaði yfirleitt hjá hjónunum Þóru
Vigfúsdóttur og Kristni E. Andréssyni, og í fyrsta hefti Tímarits Máls og
menningar 1945, þegar Sigfús er enn sextán ára, birti Kristinn fyrsta kvæði
hans. Það hét „Strætisvagnamir eru hættir ferðum“ og var að formi til alveg
hefðbundið en í því persónulegur og áleitinn tónn, og setningar sem „bentu
til skáldgáfu“, að því er Jón Óskar hefur eftir Hannesi Sigfússyni. Jón hefur
reyndar lýst því skemmtilega hvemig Sigfús kom þeim Hannesi fyrir sjónir
þegar þeir kynntust.5 Þar er þessi svipmynd: „Hann var komungur, aðeins
sextán ára gamall, mjór, langur, fölleitur með slétt hár sem féll niður á vanga
öðru megin eins og í stífum boga.“ Fyrir þetta litla kvæði ávann Sigfús sei
að sögn Elíasar Marar rithöfundar nafngiftina strætisvagnaskáldið meðal
skáldbræðra sinna. Nokkur fleiri kvæði birtir Sigfús á víð og dreif í tímarit-
um næstu árin. Sumarið 1951 gengur hann svo frá ljóðabók sinni til prentun-
ar og fer til náms í Frakklandi um haustið, um svipað leyti og bókin kemur
út. I henni eru tuttugu ljóð frá fjórum árum.