Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2001, Síða 118

Andvari - 01.01.2001, Síða 118
116 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI auðvitað því þeir eru fjarska ólíkir, en hætta um sinn að tala um hinn staðlaða ,atómskáldahóp‘ (fimm eða sex skálda eftir því hverjir telja). Samanber þau orð Sigfúsar sem hann krotaði hjá sér eftir lestur ritdóms 1987: „Alltaf vara- samt að tala um skáld í kippum [...] betra að tala og skrifa um eitt skáld í einu.“ Þeir eru allir í Reykjavík megnið af fimmta áratugnum og hafa þá mikið samneyti einsog fram kemur í minningum Jóns Óskars og Hannesar. Þeir standa að mörgu leyti í líkum sporum, byrja allir hefðbundið en fara fljót- lega að reyna fyrir sér um nýjar leiðir, og þá hefst leit að fyrirmyndum. Um innlendar fyrirmyndir er varla að ræða, hin súrrealísku ljóð Halldórs Laxness freista ekki til eftirbreytni og Steinn Steinarr, sem byrjaði að birta Ijóðin í Tímanum og vatninu 1944, er líka of einstakur.9 Af erlendum skáld- um skipaði T. S. Eliot alveg sérstakan sess meðal yngri skálda og ljóðavina í Reykjavík á eftirstríðsárunum, hann var greinilega í augum margra þeirra nútímaskáldið par excellence, ,il miglior fabbro‘ (smiðurinn besti), einsog Eliot sjálfur kallaði Ezra Pound. Þetta má sjá í viðtölum við Stein, í minninga- bókum Jóns Óskars og Hannesar, í grein Sigfúsar „Til vamar skáldskapnum“, og víðar. Eflaust sér áhrifa frá ljóðstíl Eliots greinilegast stað hjá Hannesi í Dymbilvöku, áhrifin á Sigfús eru óbeinni en einnig hann kveðst á við Eliot einsog við munum sjá, og Jón Óskar hefur meðal annars lýst því hvemig hann heillaðist af Öskudegi Eliots.10 Til marks um ,eliotskuna‘ í munni manna á þessum árum eru hér nokkrar glefsur úr bréfum Sigfúsar til Elíasar Marar: 18.XI. 1946: Halldór Kiljan Laxness er orðinn vitlaus. Hann er farinn að stunda böll upp í Mosfellssveit, á Brúarlandi, ásamt konu sinni, hann smókingklæddur, hún í síðum kjól. Everybody is going mad. As usual. (We are the hollow men). Everybody has always been mad. (Uppáhaldsfrasar manna á þessu misseri.) 15.9.1947: Hannes Sigfússon er kominn í fasta atvinnu hjá bænum: rukkar rafmagns- gjöld, 90 reikninga á dag. Hann er að þýða Waste Land eftir Eliot, stórhuga maður, Hannes. 29. apríl 1950: April is the cruellest month, comme ci, comme £a, er það svo á Bret- landi? [...] Stgr. Sig. ritstj. Lífs og listar ætlar að skrifa þér og biðja þig að intervjúera Eliot fyrir Líf og list, ekki meir. Þig bráðvantar í landið, hvenær kemurðu? Og úr bréfum Olgu Óladóttur (sjá hér á eftir) til Sigfúsar: [Haust ’51 (?)] En það er samt dásaml. að hafa þekkt þig svo vel, ’cause you are some- thing very special - and you do not know much about Gods! [Sbr. upphafsorðin í The Dry Salvages: „I do not know much about gods“] 30. jan. 1953: ... ja, eg man ekki hvað, [...] varð mér á að segja, that is not what I meant at all. [Sbr „Prufrock“: „If one, settling a pillow by her head, / Should say: „That is not what I meant at all. / That is not it, at all.“ “]
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.