Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 119

Andvari - 01.01.2001, Page 119
ANDVARI ... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRÉTTIR 117 [Útmánuðir ’53] Nú geturðu [...] sagt með sanni: - but that was in another country. [Sbr. mottó Eliots að „Portrait of a Lady“: „but that was in another country, / And besides, the wench is dead“] Margir sem hafa lesið Eliot sér til ánægju munu kannast við þá áráttu sem fylgir þeim lestri, og kemur fram í bréfum Olgu, að setningabrot úr kvæðun- um losna úr samhengi sínu og taka að skjóta upp kollinum í tíma og ótíma í huga manns og orðum. Sigfús mat Eliot mikils sem ljóðskáld og gagnrýnanda þó skoðanir hans á þjóðmálum og trúmálum og reyndar öll heimssýn hans væri honum mjög á móti skapi. I Fragmenter af en Dagbog eftir Paul la Cour, bók sem kom út 1948 og mun fljótt hafa orðið kunn meðal ungra skálda í Reykjavík, er að finna mikið °þol gagnvart hefðbundnum kveðskap en einnig heillandi lýsingar á mögu- leikum ljóðlistarinnar. Hann skrifar meðal annars (þýðingin er Sigfúsar): Ekkert þeirra forma, sem ég finn, fullnægir mér framar. Þau skortir innri sannleik, sem þau áttu áður, en ég gat aldrei tileinkað mér að fullu. Það, sem liggur mér á tungu, getur ekki öðlazt líf innan þeirra [...] ég læt mig dreyma um annarskonar skáldskap, skáld- skap, sem ekki þarfnast neinna forma og gengur nakinn og vamarlaus út í heiminn, bamslegan skáldskap [...] Það er þetta sem René Char meinar með heitinu á nýjasta Ijóðasafni sínu Le Poéme pulvérisé að við verðum kannski í dag að mola kvæðið mél- inu smærra til að frelsa skáldskapinn. Ekkert á sér stærri köllun en hann. Að mola hið hefðbundna kvæði mélinu smærra til að frelsa skáldskapinn: þetta verður stefnuskráin. í stað Ijóða með háttbundinni hrynjandi, rími og stuðlum koma fríljóð og prósaljóð. Jafnmiklu máli eða meira skipta þó ýmsar hreytingar í ljóðmáli og skáldskaparaðferð allri. Einni slíkri breytingu hefur Hannes Pétursson skáld lýst vel í sambandi við „Sorg“ eftir Jóhann Sigur- jónsson: Með þessu kvæði roðar í rauninni fyrir nýjum tíma, tíma þegar skáldin hætta að segja hug sinn, heldur sýna hann, birta hugarástand sitt með því að velja þær sýnir í kvæðin sem best gefa það til kynna. En þetta er eitt höfuðeinkennið á ljóðum mjög margra skálda á seinni tímum, einkenni sem nú ryður sér óðfluga til rúms hér. Ljóðið er ekki lengur hugsað sem eins konar samtal við lesandann, heldur eins og bygging sem skáldið reisir á víðavangi, hverfur síðan frá og lætur lesandann um að leita þangað og dvelja þar. En nútímaljóð eru afar fjölbreytileg og þessi lýsing gildir svosem ekki um Þuu öll, og ekki að öllu leyti um bók Sigfúsar því það sem einkennir hana Vlða er einmitt „samtal við lesandann". En lítum nú á nokkur kvæði í Ljóð- um 1947-1951 og reynum meðal annars að grafast fyrir um hvaða fyrirrenn- ara skáldið valdi sér.13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.