Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 120
118
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
Ljóð I (Mannshöfuð er nokkuð þungt...)
Mannshöfuð er nokkuð þungt
en samt skulum við standa uppréttir
og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar.
Við létum gamlan dvalarstað að baki
- eins og dagblöð í bréfakörfuna -
höldum nú áfram lítum ei framar við.
Eða brutum við allt í einu glerhimnana
yfir gömlum dögum okkar?
til þess lögðum við af stað.
Og jafnvel þó við féllum
þá leysti sólin okkur sundur í frumefni
og smámsaman yrðum við aftur ein heild.
Velkunnugt andlit rómur fjall
það er þín eign bam
æsandi og ný.
Fyrsta kvæði Ljóða 1947-1951 flytur stefnuskrá hins unga skálds og áskor-
un til sjálfs sín og annarra. Það fyrsta sem við tökum eftir við lestur kvæðis-
ins er tónninn: blátt áfram, yfirvegaður, fullveðja. I kvæðislok kemur í Ijós
að þetta er einnig ávarp til bams, þó okkur lesendum finnist reyndar að verið
sé að tala beint til okkar. Þessi tónn er nýr, hann hafði ekki verið sleginn í
íslenskum skáldskap áður, hann er vitsmunalegur, sá sem mælir kemur sér
rakleitt að efninu, og frá því við lásum kvæðið fyrst þekkjum við þennan tón
og vitum að þetta er tónn - einn af tónum - Sigfúsar Daðasonar.
Einsog meirihluti kvæðanna í bókinni er þetta að formi til fríljóð, að vísu
með reglulegri erindaskipan: fimm þriggja lína erindi, órímuð og án stuðla-
setningar þó stafrím komi fyrir á stöku stað: samt/sumarið/syndir í fyrsta
erindi; andlit/eign/æsandi í lokaerindi svo dæmi séu tekin.14
I öðru og þriðja erindi birtist svo það stef sem oftast á eftir að kveða við í
bókinni, stef sem auðkenna mætti með orðunum „endalaus leit að hætti að
lifa“ einsog segir í kvæðinu „Rilke“. Vísað er til hinnar fomu kenningar, sem
lengi var opinber sannleikur en nú er í méli, að himinninn sé gerður úr mörg-
um kristalshvelum. Stefið opinberar okkur kjarnann í heimssýn skáldsins:
Lífið er ekki kyrrstaða heldur sífelld breyting; okkur ber því að kveðja hið
gamla og leita hins óþekkta. Stefið birtist í hverju kvæðinu á fætur öðru og i
mörgum ólíkum myndum: sem hvatning, sem efablandin spuming, sem lýs-
ing á vemleika. Það birtist í löngu máli í kvæði VI: