Andvari - 01.01.2001, Blaðsíða 122
120
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
... að skilja allt eftir að baki
ónýtt hið liðna, hið nýja góða sem gerist
gerist núna og hér (að finnast aftur:
nýtt líf, nýr háttur alls, nýr sannleikur: sönnun
sjálfs manns á ný) ...
I spumarformi í kvæði XVI: „Rís í okkur dagur, undan brotnu innsigli, /
þegar við höfum tætt í sundur okkar eigin mynd [...] rís þá í okkur dagur rís
þá í okkur dagur / eftir langa nótt?“, það kvæði er allt ein spuming - brenn-
andi spuming - útfrá þessu stefi. í kvæðum II og VII kemur það hinsvegar
sem bláköld staðreynd sem lýst er af fögnuði: „um garðinn gekk ung stúlka
/ og breytist sínu lífi / ásamt garðinum“ - og sigurvissu: „við finnum jörð
undir fótum okkar / rigninguna slá andlit okkar / við finnum nýja aðferð til
að lifa ennþá -“. Fleiri dæmi mætti nefna.15
Það er ekki tilviljun að þemað tengist Rilke. I Þýzkri lestrarbók I eftir
Ingvar Brynjólfsson sem Sigfús las er að finna mörg kvæði, þar á meðal
„Archa'íscher Torso Apollos“ eftir Rilke.16 Seinasta setning kvæðisins hefur
greinilega orkað sterkt á Sigfús því hann skrifar hana neðanvið með rauðkrít,
stórum stöfum og undirstrikar: Du musst dein Leben andern (Þú verður að
breyta lífi þínu). Þetta hafa vísast verið fyrstu kynni Sigfúsar af Rilke, en
seinna kynnist hann meðal annars Dúínó-elegíunum þar sem áþekk stef
hljóma einnig, þó heildarsýn þess ljóðabálks sé raunar allólík, auk þess sem
bálkurinn virðist hafa haft áhrif á bragform sumra kvæðanna í Ljóðum 1947-
1951. Eftirfarandi dæmi úr fyrstu elegíu sýnir hugarheim sem er ekki óskyld-
ur því aðalþema Ljóða að ,brjóta glerhimnana yfir gömlum dögum sínurn4 og
leita ótrauður hins nýja:
Sollen nicht endlich uns diese altesten Schmerzen
fruchtbarer werden? Ist es nicht Zeit, daB wir liebend
uns vom Geliebten befrein und es bebend bestehn:
wie der Pfeil die Sehne besteht, um gesammelt im Absprung
mehr zu sein als er selbst. Denn Bleiben ist nirgends.
(Gætu ekki loksins allar þær eldgömlu kvalir
gert okkur frjórri? Er ekki tímabært orðið
að frelsast frá því sem við unnum og elskandi að standast:
sem örin titrandi á strengnum stenst til að verða
í skotinu meir en hún sjálf. Því kyrrstaða er hvergi.)
(Kristján Ámason þýddi)17
Eru nokkur áhrif annarra skálda greinanleg í kvæðinu? Það tel ég vera. Hug-
blærinn í lokaerindinu minnir óneitanlega sterkt á franska skáldið Paul Élu-
ard, einkum fyrri gerðin sem hér er prentuð,18 og orðin ,andlit‘ og ,rómur‘
mega heita lykilorð í skáldskap hans. Seinna breytti Sigfús línunni í „Vel-