Andvari - 01.01.2001, Síða 126
124
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
andvari
fjarlægjast hröðum morgunskrefum: finna
nóttina líða að lokum
kannski er einhver
viðstaddur til að horfa á augun bresta
rétt fyrir dag.
Slíkt hæfir manni vel.
Annað meginþema Ljóða 1947-1951 er dauðinn, eða kannski öllu heldur ,líf
manna andspænis dauðanum‘. Það kemur alls fyrir tíu sinnum í bókinni, í
réttum helmingi kvæðanna. Kvæði XVIII fjallar allt um þetta þema.
Það er eitt fimm kvæða í bókinni sem ort eru undir fimmliðahætti. Það er
án stuðla og ríms en með tiltölulega reglubundinni hrynjandi - grunnbragur-
inn er forliður og fimm hnígandi tvíliðir í línu, þó þríliðir komi fyrir á stöku
stað og nokkrar línur endi á einlið. Bragurinn er sumsé stakhenda. Endur-
tekningar og hliðstæður einkenna kvæðið ennfremur einsog fleiri sem ort eru
undir þessum hætti („Það hæfir manni ágætlega að deyja [...] Slíkt hæfir
manni vel“; „... og horfa á sjálfs sín blóð / og horfa á blóð sitt renna burt og
storkna“; ,dimmu augun‘; ,skömmu/rétt fyrir dag‘ (þrítekið) osfrv.). Jón
Óskar var um þetta leyti og í þónokkur ár enn að yrkja kvæði í svipuðum stíl,
og náði í honum mikilli fullkomnun.
Sjónarhomið í fyrsta hluta kvæðisins er sérkennilegt: ljóðmælandi horfir á
sjálfan sig utanfrá, á sjálfan sig dauðan. Síðan tekur við hugleiðing.
Einar Bragi deildi á kvæðið í annars afar lofsamlegum ritdómi, sem áður
er vitnað til, og þóttist sjá í því merki um tilgerð og léttúð: „Eg kann ekki að
meta svona tilraunir til að yrkja sér persónulegan dauða: Þetta kann að reyn-
ast kokhreysti, þegar til alvörunnar kemur - bezt að tala varlega.“ Það er í
sjálfu sér auðvelt, almennt séð, að samþykkja þessa fyrirvara, en þó er þetta
án efa rangur skilningur á kvæðinu. Sigfús þekkti návist dauðans af eigin
raun og gat því ort um hann sem mjög raunverulegan part af lífinu, æðrulaust
og af einlægni. „Við töluðum ekki um dauðann, því að hann hafði komið til
okkar,“ segir í kvæði XIV.
Aþekk viðhorf til dauðans er að finna í fomum skáldskap. „Dauður verður
hver,“ orti Hallfreður vandræðaskáld, en viðurkenndi þó að hann hræddist
helvíti. Engir slíkir fyrirvarar em hinsvegar í vísunni sem eignuð er Þóri jökli:
Upp skaltu á kjöl klífa,
köld er sjávardrífa.
Kostaðu huginn að herða,
hér muntu lífíð verða.
Skafl beygjattu, skalli,
þótt skúr á þig falli.
Ast hafðir þú meyja,
eitt sinn skal hver deyja.