Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 127

Andvari - 01.01.2001, Page 127
andvari ... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRÉTTIR 125 Viðhorf Sigfúsar í þessum efnum breyttust ekki með aldrinum. Fáein eftirlát- ln ljóðabrot eru tilbrigði við stef Hallfreðar: „Dauður verður hver / þrátt fyrir tryggðaheit / og lífslof. [...] Og mun fá að huga að hrækindum / og hugleiða steina.“ Víða er mikil og einlæg lífsjátun íLjóðum 1947-1951 en einnig mætti tala Urn dauðajátun í bókinni. Hún á þó ekkert skylt við þá dauðaþrá sem kunn er úr ljóðum ýmissa skálda og frá ýmsum tímum, heldur samræmist hún lífs- játuninni fyllilega. Þetta tvennt er í rauninni eitt, enda lítur trúlaus maður á óauðann, einsog fæðinguna, sem hluta af lífinu. Þótt æðruleysi andspænis dauðanum sé þannig kjami þessa kvæðis er einnig í því fögnuður yfir lífinu. Þetta kemur einkum fram í upptalningu á ýmsu því sem gefið hefur lífinu gildi og gert það eftirsóknarvert: ,mjúkir arrnar1, ,svalar góðar hendur4, ,ilmur heitra stræta‘, ,hríslandi kalt vatn‘. Með öðrum orðum, geðhrifin búa í ljóðinu sjálfu eins og vera ber, og kaflinn um óásemdir lífsins magnar mjög áhrif þessa kvæðis um dauðann. Raunar er miðkafli þess ágætt dæmi um skáldskaparaðferð sem T. S. Eliot lýsti í grein um Hamlet eftir Shakespeare. „Eina leiðin til að tjá geðhrif í list,“ segir þar, »er að finna ,hlutlæga samsvörun', með öðrum orðum einhverja hluti, ástand, eða röð atburða sem geti verið formúla fyrir þau tilteknu geðhrif.“27 Hlutverk skáldsins er samkvæmt því ekki að lýsa eigin hugarástandi heldur að koma fyrir í ljóðinu því sem kallað geti fram hjá lesanda þau geðhrif sem sóst er eftir. Nokkuð öruggt má telja að Sigfús hafi þekkt þessi orð Eliots en ekki er þarrneð sagt að hann sé hér að yrkja eftir kenningu. Það eru að sjálfsögðu gömul sannindi, sem skáld hafa löngum vitað, að hlutkennd, myndræn lýsing er vel til þess fallin að vekja geðhrif. Þetta vissi Matthías Jochumsson á smum bestu stundum, tilaðmynda í frábæru lokaerindi þess annars miður góða kvæðis „Guð, minn Guð, ég hrópa“.28 En Eliot tókst eftilvill að koma betur orðum að þessu en áður hafði verið gert, enda varð hugtakið ,objective correlative‘ mikill tískufrasi í enskri og bandarískri bókmenntaumfjöllun um rnjög langa hríð. Það skiptir ekki máli hér að undir lok ævinnar sagðist Eliot með engu móti geta gert sér grein fyrir gildi hugtaksins fyrir aðra en hann sjálfan.2y Ljóð IV: Umfrelsi Þið hafið ef til vill séð bíl aka yfir hæðina utan við hliðið á dimmu kvöldi eins og þessu: Fyrst sjáið þið hvít framljósin nálgast, skamma stund má greina bæði hvít og rauð ljós, síðan fjarlægjast rauð afturljósin og hverfa. Þetta hafið þið ef til vill oft séð út um gluggana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.