Andvari - 01.01.2001, Page 129
andvari
... EN SAMT SKULUM VIÐ STANDA UPPRÉTTIR
127
Ljóð X: Dœgurlag
[eða skáldið sem kóreógraf]
Draumurinn er eins og tunglskin
tunglskinið er eins og draumur
eins og tunglskin
draumurinn sem mig dreymdi loksins r nótt
eins og hafið eins og tunglið eins og kjölfarið
eins og augu djúpt í hafinu
eins og þú gleymir mér
eins og þú minnist mín í kvöld
eins og sigling yfrr hafið eitt og grátt
eins og þú kemur til mín
eins og þú kemur loksins í nótt
eins og kjölfarið í tunglskininu
eins og tunglið í kjölfarinu og hafið stórt og eitt.
Kvæðið er það fyrsta í flokki sex ástarljóða sem mynda miðkaflann í Ljóð-
um 1947-1951, en ,ástin‘ er þriðja meginþema bókarinnar. Þetta er ekki
meðal þeirra kvæða Sigfúsar Daðasonar þar sem hann tekst á við veröldina
af mestri alvöru. Reyndar hefur það sérstöðu í bókinni og skáldverki hans
öllu. Það er leikur og fimlegur spuni („... eins og kjölfarið í tunglskininu /
eins og tunglið í kjölfarinu ...“), það er hraður, hrynþungur djass en undir
niðri er hið sígilda þema. Formið er frjálslegt einsog hæfir hugblæ kvæðisins
en þó er þar að finna gamalkunna eðlisþætti ljóða: endurtekningar, hliðstæð-
ur, jafnvel rím (nótt, grátt, eitt), og í öndvegi situr hrynjandin.
I fyrsta erindi koma eiginlega bara tvö orð fyrir: draumur og tunglskin?1 I
öðru og þriðja erindi bætast svo við hafið og kjölfarið og augu djúpt íhafinu.
Ennfremur tveir elskendur. Þeir eru í fyrstu aðskildir en sameinast svo. Um
þá sameiningu fjallar kvæðið.
011 bygging kvæðisins hvílir á tengingunni eins og sem kemur fyrir fjórtán
sinnum alls og er þriðjungur orðaforða kvæðisins. Þó hún sé kölluð saman-
burðartenging í málfræðibókum er hlutverk hennar hér ekki einkum að bera
hluti saman heldur fremur að vera fastur punktur í dansi lykilorðanna. Að-
ferðin minnir á annað ljóð eldra skálds:
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.