Andvari - 01.01.2001, Síða 136
134
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
(Við erum andspænis hvort öðru og ekkert er okkur ósýnilegt
Oslitinn fögnuður við höfum sagt hvort öðru allt
Og við höfum allt að segja hvort öðru)
O mes fréres perdus
Moi je vais vers la vie j’ai l’apparence d’homme
Pour prouver que le monde est fait á ma mesure
(Úr „Sans áge“ í Cours naturel)
(O bræður mínir glataðir
Eg geng til inóts við lífið ég er í mannsmynd
Til þess að sanna að heimurinn sé sniðinn að minni stærð)
(Sigurður Pálsson þýddi)43
Niðurstaða mín er þá sú, að minnstakosti í bili, að T. S. Eliot og Paul Éluard
séu þau skáld sem einna helst eigi „spor“ í þessu kvæði. Beinar vísanir eru í
hinn fyrri og hugmyndir frá honum skjóta upp kollinum í kvæðinu en heim-
speki þess og allur andi er raunar í skýrri andstöðu við hann. Þeim mun
skyldari er hugarheimur kvæðisins, og jafnvel fas þess, ljóðheimi Éluards, sú
bjartsýni þess að menn geti talað saman í vináttu, að þrátt fyrir allt sé lífið
dásamlegt.44 Bjartsýnin er að vísu snöggtum lágværari en hjá Éluard, og ekki
án efasemda („... upphaflega höfðum við víst lítið lært / annað en segja nei“),
en hún er engu að síður einlæg. Viðhorf Sigfúsar til bjartsýninnar áttu hins-
vegar eftir að breytast.
*
I Ljóðum 1947-1951 eftir Sigfús Daðason sjáum við hvernig eitt ungu skáld-
anna brást við þeirri þörf á endurnýjun Ijóðrænnar tjáningar sem þau fundu
mjög ákveðið fyrir eftir stríð, hvemig Sigfús leitaði í smiðju til erlendra
skálda - ekki til að herma eftir þeim því hann er jafnan áberandi sjálfstæður,
heldur til að öðlast víðari útsýn og finna sinn eigin tón. í því sambandi má
minnast orða Eliots um sína leit að fyrirmyndum: „Mjög ungur maður sem
hneigist til yrkinga [...] leitar að meisturum sem gera honum ljóst hvað hann
vill sjálfur segja, hverskonar ljóð honum er eiginlegt að yrkja. [...] Skáld-
skapur af því tagi sem ég þurfti á að halda til að kenna mér að beita eigin rödd
var ekki til á ensku; hann var ekki að finna nema á frönsku “45 Ljóðin hér að
framan gefa góða hugmynd um einkenni Sigfúsar sem skálds í fyrstu bók
sinni en myndin er auðvitað ekki tæmandi. Flest ljóð bókarinnar eru ótrúlega
þroskuð miðað við aldur höfundar og hafa enst vel, en innanum eru þó kvæði
sem nokkur byrjandabragur er á. Ég hef varið ofurlitlu rúmi til að fjalla um
tilefni ljóðanna, aðföng Sigfúsar og jafnvel persónuleg atvik í lífi hans, enda
tel ég að þetta sé nokkurs virði til skilnings á skáldverkum. Hitt er deginum
ljósara að slíkar upplýsingar segja ekkert um gildi ljóðanna sem listaverka.