Andvari - 01.01.2001, Page 143
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
Að eiga sér stað
Tómarúm, staður og steinn í sögum
Svövu Jakobsdóttur
Hún var dóttir jötuns og bjó í björgum ...
Gunnlaðar saga
I
Sögusviðið í „Veizlu undir grjótvegg“, fyrstu sögunni í samnefndu smá-
sagnasafni Svövu Jakobsdóttur frá 1967 er nýbyggt hús á höfuðborgarsvæð-
inu. Atburðarásin miðar öll að og nær hápunkti í veislunni sem getið er í titl-
inum en í þeirri veislu er jafnframt verið að sýna gestum húsið. Áherslan á
leikræn einkenni sögunnar er undirstrikuð með því að einn gesturinn segist
hafa fómað frumsýningu á Villiönd Ibsens til þess að geta tekið þátt í
veislunni og skoðað nýja húsið; verið vitni að þeirri frumsýningu. I fjórum
aðalhlutverkum þessa „leikverks“ eru: kona, eiginmaður hennar, grjótveggur
og sérríflaska.
„Konan“ er nafnlaus en samt aðalgerandinn, sú sem stendur fyrir veislunni
og undirbýr hana. Athyglisvert er að gestkomandi konur eru nefndar á nafn,
heita Elín, Dorrý, Sigga og meira að segja Freyja ... sem manni finnst eigin-
lega að ætti að vera nafn húsfreyjunnar en Freyja er semsé önnur kona, raun-
ar kona sem eiginmaðurinn horfir á nokkru gimdarauga. „Há kinnbein, beint
nef, hárið uppsett í hvirflinum; fögur en fjarlæg, köld. Safngripur þar sem
bannað var að snerta munina. Hann hafði heyrt að slrkar konur væru beztar í
rúminu. Hvemig nálguðust menn slíkar konur?“ (VG 15).* Eiginmaðurinn
heitir Snorri; ekki er hann nefndur svo af handahófi frekar en aðrar persónur
* Tilvísanir til sagnabóka Svövu eru auðkenndar með skammstöfuðum titlum og blaðsíðutali
innan sviga í meginmáli. Verkin eru: Tólf konur. Sögur, Reykjavík: Almenna bókafélag-
ið/Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 1965 {TK)\ Veizla undir grjótvegg. Sögur, Reykja-
vík: Helgafell 1967 (VG); Leigjandinn, Reykjavík: Helgafell 1969 (LE); Gefið hvort öðru
.... Sögur, Reykjavík: Iðunn 1982 (GH), Gunnlaðar saga, Reykjavík: Forlagið 1987 (GS)
og Undir eldfjalli, Reykjavík: Forlagið 1989 (UE).
Fyrri hluti þessarar ritgerðar er byggður á erindi sem ég flutti á málþingi Félags íslenskra
fræða um ritverk Svövu Jakobsdóttur, Þjóðarbókhlöðunni 11. nóvember 2000.