Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2001, Page 150

Andvari - 01.01.2001, Page 150
148 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI eins skil og Svava með þessari sögu.“3 Konan í sögunni er raunar mjög á báðum áttum hvað varðar samband sitt við steinsteypuna, því að: „Þessu húsi var ekki ætlað að þenja út skilningarvitin“ (LE 109). Líkaminn og vitundin búa með vistarverunni, eru á vissan hátt leigjendur hússins, en sjálfsveran getur samt ekki fallið saman við heimilið, þessa skel sína. Svava hefur snemma fengið áhuga á að kafa undir yfirborð þessa sögu- sviðs sem oft er líkt og sjálfgefinn þáttur í sagnagerð: húsnæði sem tilvistar- svið og spegill mannverunnar (og raunar er hið samsetta orð hús-nœði í senn hugljómandi og kaldhæðið í þessu samhengi). Elsta saga Svövu sem til er á prenti, eftir því sem ég kemst næst, heitir „Konan í kjallaranum“. Nítján ára gömul sigraði hún með þeirri sögu í smásagnasamkeppni tímarits Lífog list og sagan birtist í tímaritinu í júlí 1950 (1. árgangi., 4. hefti, s. 8. Ef við leyf- um okkur að miða við þessa sögu má því segja að Svava hafi átt hálfrar aldar rithöfundarafmæli í fyrra, árið 2000). Svava hefur ekki birt þessa sögu í bókum sínum og telur hana kannski til bemskubreka í ritlistinni, en sem inn- legg í raunsæishefð íslensku smásögunnar stendur þessi saga vel fyrir sínu. Híbýlum er hér háttað með táknrænu móti; vitundarmiðja sögunnar er leigj- andi, sem teljast má forveri hins fræga útlenda leigjanda sem við þekkjum, en þessi er stúdent úr sveit (að vissu leyti ,,útlendingur“) sem leigir „herbergi á annarri hæð í húsi sem stóð vestur í bæ“; herbergið er hinsvegar í eigu kjall- arafjölskyldunnar og þannig er stúdentinn á írónískan hátt settur undir fólk- ið sem býr fyrir neðan hann. Ekki nóg með það heldur er konan í kjallaran- um að missa manninn sinn þegar sagan hefst. Og hvað merkir það? Eins og segir svo skemmtilega í sögunni: „Húseigandinn var konan í kjallaranum.“ Stúdentinn fylgist grannt með kjallarabúum (er á sveimi úti í glugga eins og lítið ,,krabbadýr“), og það verður ljóst að þangað beinast margbrotnar þrár hans. Hann fýsir í þetta heimili, og líklega bæði sem bam og karlmaður. Hann lætur á það reyna hvort konan bjóðist til að festa tölu á skyrtu hans þegar eiginmaðurinn er heima í veikindaleyfi, eins og til að keppa við hann á heimavelli (stúdentinn þarf að láta í minni pokann). Og þegar eiginmaður- inn deyr og konan kemur ekki út dögum saman þá „þráði [stúdentinn] að fara niður til hennar“. Þegar hann lætur verða af því tilkynnir hún honum að hann þurfi að flytja út: „Ég get fengið leigjanda, sem borgar helmingi hærri húsaleigu en þú og - þú skilur - ég þarf á peningum að halda. Ég vona, að það verði ekki langt þangað til þú getur flutt." Svo lokaði hún dyrunum og hann stóð einn eftir fyrir utan. Konan í kjallaranum var orðin ekkja. Eftir það sem á undan er farið mega þessi endalok teljast til þess raunsæis- lega bakslags sem stundum er kennt við „rómantíska íróníu“, auk þess sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.