Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 154
152
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
samfélagsins, beinlínis í fjöruborðinu. Slíkur komumaður, þessi óræði gest-
ur, vekur jafnframt spurningar um mörk heimilisins, og þær brenna á kon-
unni sem kannski er ekki viss um hvort nýja húsið sé sá „fjörusteinn“ sem
hún leitaði að, eða hvort það er ef til vill jafn tómt eða „holt“ og það hafði
áður virst í huga hennar. Einnig hér má sjá hvemig líkamleg nærvera og fjar-
vera tengist þeirri þörf fyrir staðfestu sem leitað er í steini eða steinsteypu,
eða húsi almennt. Fyrr í sögunni er því lýst hvemig hjónin liggja í rúminu,
hún vakandi en hann sofandi; og hér myndast tómarúm í hjónarúmi:
Hún dró til sín sængina, vafði henni um sig svo að myndaðist autt bil milli þeirra í
rúminu og á þetta auða tóm brá ljósið geisla sínum og klauf nóttina í tvennt; í fyrsta
skipti varð smán hennar viðskila við smán hans og gekk sína píslargöngu ein: eftir
strætinu nýja og slétta þar sem húsið þeirra stóð. Til beggja handa stóðu þóttaleg hús
sem voru sjálfu sér nóg og höfðu dregið fyrir glugga þétt og mjúklega felld tjöld sín
til hlífðar því frelsi sem einkalífið naut þar inni. En liti hún á sitt eigið hús blöstu
naktir gluggar við og gátu ekki dulið þá staðreynd að húsið var holt að innan.“ (LE
53)
Hefur líf hjónanna skroppið saman í þennan hola steinkumbalda? Kjamast
hann síðan í handleggnum steinrunna sem konan þarf að dragnast með, nema
hún grípi - í einhverjum skilningi - til sama ráðs og brúðurin í „Gefið hvort
öðru ...“? Mun hún geta opnað dymar? Skáldsaga Svövu leiðir okkur ekki
að niðurstöðum um þessi atriði; ekkert hefur verið til lykta leitt. Við lesand-
anum blasa persónur í heimilisleit og sú leit felst í „útvflckun" líkamans og
þar með töldum huga og hugsunum, sjálfsmynd, hugmyndum, heimsmynd.
VII
Þannig fjallar þessi saga, og raunar stór hluti af höfundarverki Svövu, um
hvað það er að eignast heimili. Ekki einungis að koma sér upp húsaskjóli,
heldur að fara gegnum flókið tilvistarferli: sköpun rýmis sem snýr í senn inn
á við, á sér sameiginlegan flöt með hugarlífi, og er staður þar sem maður á
fund með öðrum, hvort sem sá annar er sambýlismanneskja, gestur eða jafn-
vel sá hluti af manni sjálfum sem horfir út, fer ferða sinna hið ytra; kemur
heim en dvelur þó á mörkunum. „I einhverjum skilningi hafa flestir staðir
verið fundarstaðir,“ segir landfræðingurinn Doreen Massey í athyglisverðri
grein um heimili og staði.7 Það er við hæfi að íslenska orðið „fundur“ skuli
vera merkingarríkt og geta eitt og sér vísað til þess hvemig það að hitta aðra
(sbr. orðalagið „ég þarf að finna mann“) kann að leiða til þess að maður finni
eitthvað, uppgötvi áður óþekkt fyrirbæri, einnig innra með sjálfum sér.
Að eignast heimili er í senn ferli og staðfesting. Ferlið vísar á hreyfanleika