Andvari - 01.01.2001, Qupperneq 157
ANDVARI
AÐ EIGA SÉR STAÐ
155
Ekki átti ég að fara lengra en í göngin í þetta sinn. Og aðeins horfa inn í sal gyðjunnar.
En um leið og innsteinn opnaðist birtist mér sýn svo dýrleg að ég féll á kné á stein-
þröskuldinn. Þar á stalla stóð kerið.
Svo miklum ljóma stafaði af kerinu að það var sem glitrandi tjörn á að líta og ljóm-
inn streymdi frá uppsprettu sinni út í göngin yfir mig og gegnum mig sem gullið fljót.
Eg var í senn farvegur þess og steinvala á botni. (GS 140-141)
Á þessu augnabliki verður Dís að stað og að steini. Ekki gefst hér rými til að
ræða hvernig kerið er í senn uppspretta og spegill í sögunni, né tengja þetta
við mikilvægt samspil spegla, glugga og rýmislýsinga í öðrum sögum Svövu.
Svo kann að virðast sem Gunnlaðar saga eigi sér að verulegu leyti stað á
öðrum slóðum en Leigjandinn og flestar aðrar sögu Svövu. Sé nánar lesið
kemur í ljós að hún felur þó í sér skylda könnun á ferð persóna um slóðir og
staði sem geta verið í senn kunnuglegir og ókennilegir, ígrundun um ójós
mörk persónuleikans og sjálfsverunnar og um áhættu þess og nauðsyn að
opna dyr út/inn í líf annarra. Dís og móðir hennar finna báðar óvænta staði,
ný heimkynni, sem í fyrstu eru tómarúm en svo koma vörður og veggir í Ijós,
og fólk sem veitir leiðsögn um völundarhúsið.12 Móðirin er á leiðinni í fang-
elsi í bókarlok, en hún mun ekki örvænta í steininum, því leiðsögukonur
hennar nær og fjær hafa orðið hluti af henni; hún er nú „ég/Dís/Gunnlöð“
{GS 196).
IX
Ritgerð þessi hófst með umræðu um titilsögu bókarinnar Veizla undir grjót-
vegg og það er við hæfi að Ijúka með nokkrum orðum um titilsögu smásagna-
safnsins Undir eldfjalli, því að ýmis tengsl eru á milli þessara mikilvægu
smásagna, þótt meir en tveir áratugir skilji þær að. í báðum sögunum bíða
hjón gesta með eftirvæntingu og boðið er til veislu í nýjum heimkynnum, í
fjallasal. í eldri sögunni er „fjallið“ sem fyrr segir vegghleðsla úr Búlands-
tindi, en í þeirri nýrri er um að ræða samkomu við Heklurætur, þar sem hjón
úr Reykjavík, Gerða og Loftur, eru að rækta upp landskika. Okkur er í upp-
hafi sagt að þeim hafi hlotnast þrír góðviðrisdagar í röð „í landnámi sínu“
(UE 9). „Landnám“ er orð sem einnig má nota um fyrri söguna, eins og ég
gerði í upphafi, og það skerpir sýn okkar á hana sem og aðrar sögur sem hafa
að geyma landnámsstef, eins og til dæmis söguna „Utsýni" í Veizlu undir
grjótvegg, en þar heitir söguhetjan Hallveig, og næstu sögu, „Eldhús eftir
máli“, þar sem við hittum Ingólf fyrir - þarna eru semsagt komin nafnar
reykvísku landnámshjónanna. Þessar þrjár eldri sögur eru allar borgarsögur,
sem minna á að hin hraða uppbygging borgaralegs samfélags á Reykjavíkur-
svæðinu var einskonar landnám. Þetta landnám náði ekki aðeins til nýs