Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Síða 72

Andvari - 01.01.2007, Síða 72
70 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI - hann veltir um borðum víxlaranna í musterinu. Hann er andspænis sjálfum óvininum og leggur ódeigur til atlögu: Hvílík vanbrúkun á skáldskapar-listinni! hvílíkt hirðuleísi um sjálfann sig og aðra - að hroða svona af kveðskapnum, og reína ekkji heldur til, að vanda sig og kveða minna. Þetta má ekkji sobúið standa. Leirskáldunum á ekkji að vera vært; og þeim mun varla verða það úr þessu, nema þau fari að taka sjer fram, og hætti með öllu, eða irkji betur. Höfundur þessara orða, skal að minnsta kosti heíta á hvurn, sem firstur verður til, að láta prenta níar rímur, sona illa kveðnar, að taka þær, ef hann lifir, og hlífa þeim ekkji, heldur leítast við, að sína almenníngji eínskjisvirði þeirra, og hefna so lanzins og þjóðarinnar, firir alla þá skömm, sem hún verður firir af slíkum mönnum.2 Leirburðurinn var að hans mati þjóðarmein, ömurlegur vitnisburður um úrkynjun þess sem þjóðin hafði mest afrekað á fyrri tíð. Hann vildi útrýma slökum kveðskap sem einkenndist af nykruðu myndmáli og þokukenndri hugsun - „leirburðarstagl og holtaþokuvæl“ nefnir hann það í Hulduljóðum þar sem hann ákallar þau heiðnu goð sem rímnaskáldin notuðu gjarnan í kenningum og heitir á þau að hefna þessara skáldlegu óhæfuverka. Vondur kveðskapur var ekki bara vondur kveðskapur - hér var ekki bara verið að níða skóinn af „kærum kollegum“ - heldur var hnoðið að hans mati birtingarmynd þeirra eiginleika sem hömluðu því að hér yrðu framfarir: það vitnaði um andlega leti þess sem engu nýju kemur í verk; hirðuleysi þess sem telur „sér lítinn yndisarð/ að annast blómgaðan jurtagarð" eins og segir í Hulduljóðum; smekkleysi þess sem þekkir ekki muninn á því fagra og því ljóta, því góða og því illa, því sanna og því ósanna, því að hið fagra er satt og hið sanna er gott. I öllu máli Jónasar - bundnu sem óbundnu - eru skrautbúin orð fyrir landi, færandi varninginn heim: stolt, söguvitund og starfsgleði. Fullur bjartsýni og ákefðar dró hann úr pússi sínu glæsta suður-evrópska hætti sem samboðnir væru raunverulegri menningarþjóð enda þrautreyndir um aldir með slíkum þjóðum, og ótal ný orð um fyrirbærin í heiminum sem kominn var tími til að við gæfum gaum: Ijósvaka, sporbaug, aðdráttarafl, rafur- magn... 3 Hann lét ekki sitja við að gagnrýna skáldskap annarra heldur leitaðist við að sýna hvernig fremur ætti að yrkja. Áðurnefnd Hulduljóð hafa ekki bara að geyma ádeilu á „bragðdaufa rímu“, þau eru líka tilraun til að steypa í eina heild gömlum ljóðategundum á borð við heimsádeilu, fræðsluljóð og sálma og segja um leið sögu af vandlætishetjunni góðu.4 Til að skapa mótvægi við leirburðinum notaði hann ýmsa ólíka hætti, sem áttu það helst sammerkt að hafa hvorki verið notaðir af rímnaskáldum né sálmaskáldum og vera ýmist fornir eða útlenskir. Hann leitaði aftur fyrir fimbulfamb rímnaskáldanna: í fornyrðislag og ljóðahátt sem hann blandaði einatt saman með frábærum árangri, hann orti líka dróttkvætt - töglag og hrynhendu - hina suðrænu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.