Andvari - 01.01.2007, Qupperneq 72
70
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
ANDVARI
- hann veltir um borðum víxlaranna í musterinu. Hann er andspænis sjálfum
óvininum og leggur ódeigur til atlögu:
Hvílík vanbrúkun á skáldskapar-listinni! hvílíkt hirðuleísi um sjálfann sig og aðra - að
hroða svona af kveðskapnum, og reína ekkji heldur til, að vanda sig og kveða minna.
Þetta má ekkji sobúið standa. Leirskáldunum á ekkji að vera vært; og þeim mun varla
verða það úr þessu, nema þau fari að taka sjer fram, og hætti með öllu, eða irkji betur.
Höfundur þessara orða, skal að minnsta kosti heíta á hvurn, sem firstur verður til,
að láta prenta níar rímur, sona illa kveðnar, að taka þær, ef hann lifir, og hlífa þeim
ekkji, heldur leítast við, að sína almenníngji eínskjisvirði þeirra, og hefna so lanzins og
þjóðarinnar, firir alla þá skömm, sem hún verður firir af slíkum mönnum.2
Leirburðurinn var að hans mati þjóðarmein, ömurlegur vitnisburður um
úrkynjun þess sem þjóðin hafði mest afrekað á fyrri tíð. Hann vildi útrýma
slökum kveðskap sem einkenndist af nykruðu myndmáli og þokukenndri
hugsun - „leirburðarstagl og holtaþokuvæl“ nefnir hann það í Hulduljóðum
þar sem hann ákallar þau heiðnu goð sem rímnaskáldin notuðu gjarnan í
kenningum og heitir á þau að hefna þessara skáldlegu óhæfuverka. Vondur
kveðskapur var ekki bara vondur kveðskapur - hér var ekki bara verið að níða
skóinn af „kærum kollegum“ - heldur var hnoðið að hans mati birtingarmynd
þeirra eiginleika sem hömluðu því að hér yrðu framfarir: það vitnaði um
andlega leti þess sem engu nýju kemur í verk; hirðuleysi þess sem telur „sér
lítinn yndisarð/ að annast blómgaðan jurtagarð" eins og segir í Hulduljóðum;
smekkleysi þess sem þekkir ekki muninn á því fagra og því ljóta, því góða
og því illa, því sanna og því ósanna, því að hið fagra er satt og hið sanna
er gott. I öllu máli Jónasar - bundnu sem óbundnu - eru skrautbúin orð
fyrir landi, færandi varninginn heim: stolt, söguvitund og starfsgleði. Fullur
bjartsýni og ákefðar dró hann úr pússi sínu glæsta suður-evrópska hætti sem
samboðnir væru raunverulegri menningarþjóð enda þrautreyndir um aldir
með slíkum þjóðum, og ótal ný orð um fyrirbærin í heiminum sem kominn
var tími til að við gæfum gaum: Ijósvaka, sporbaug, aðdráttarafl, rafur-
magn... 3
Hann lét ekki sitja við að gagnrýna skáldskap annarra heldur leitaðist við
að sýna hvernig fremur ætti að yrkja. Áðurnefnd Hulduljóð hafa ekki bara
að geyma ádeilu á „bragðdaufa rímu“, þau eru líka tilraun til að steypa í eina
heild gömlum ljóðategundum á borð við heimsádeilu, fræðsluljóð og sálma
og segja um leið sögu af vandlætishetjunni góðu.4 Til að skapa mótvægi við
leirburðinum notaði hann ýmsa ólíka hætti, sem áttu það helst sammerkt að
hafa hvorki verið notaðir af rímnaskáldum né sálmaskáldum og vera ýmist
fornir eða útlenskir. Hann leitaði aftur fyrir fimbulfamb rímnaskáldanna:
í fornyrðislag og ljóðahátt sem hann blandaði einatt saman með frábærum
árangri, hann orti líka dróttkvætt - töglag og hrynhendu - hina suðrænu