Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 76

Andvari - 01.01.2007, Page 76
74 GUÐMUNDUR ANDRITHORSSON ANDVARI sem Matthías Þórðarson telur að kunni að vera um Magnús „frater“ Eiríks- son9: Skjambi meður skollanef, skrítilegi frændi minn, hefðirðu líka rófu af ref Robbur keypti belginn þinn. Það er að segja: skjambinn (sem er maður með hátt hvítt enni) er svo líkur tófu að hefði hann rófu af ref myndi kaupmaðurinn kaupa af honum belginn. Af öllu gráglettnari toga eru vísurnar alkunnu Hættu að gráta hringaná þar sem spaugað er með aflimun á ungri stúlku. Dæmi um dár Jónasar um sjálft formið er hins vegar „Hárið“ frá árinu 1842 þar sem hann stælir Sigurð Breiðfjörð opinskátt og meðvitað og ávarpar meira að segja sjálfa Rósu sem verður að teljast býsna bíræfið - og engu líkara en að Jónas Hallgrímsson fari hér á fjörur við skáldagyðju Sigurðar Breiðfjörð: Fagurljósa lokkasafni, litla Rósa! þínu hrósa hafnanafni, helst man kjósa. Móinsbóla morgunsólu mærð að góla, tel eg ólag eftir jól og utan tóla. Hafi Jónas ætlað að búa hér til hnoð hefur það ekki alveg heppnast að öllu leyti því fyrstu línurnar tvær eru ansi fallegar og skáldinu líkar. En þetta er sérkennilegur kveðskapur og ef til vill einhver fyndni þarna sem farið hefur forgörðum. Seinna erindið er bein skopstæling á mansöng úr Rímum af Valdimari og Sveini eftir Sigurð Breiðfjörð og kvenkenningin móinsbóla (gulls) morgunsólu komin næstum orðrétt frá Breiðfjörð10. Hafnanafni (sjálfs- kenning sem ætlað er að gera gys að Breiðfjörðs-nafninu) mun helst kjósa að hrósa fallega og ljósa hárinu þínu litla Rósa. En að góla mærð móinsbóla (gulls) morgunsólu - það er að segja að kyrja stúlkunni lof - tel ég ólag eftir jól. Og utan tóla. Utan tóla? Og hvers vegna má ekki skjalla stúlkuna hárfögru eftir jól? Hannes Pétursson skáld á því miður enn eftir að grafast fyrir um það - en margan leyndardóminn í ljóðum Jónasar hefur hann upplýst í undirstöðuriti sínu í Jónasarfræðum, Kvœðafylgsnum - svo að við skulum láta það liggja milli hluta en þó hvarflar að manni að einhver rímgalsi kunni að teyma skáld- ið hér áfram. Hins vegar er það nokkuð spaugileg lýsing á mansöng að „góla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.