Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Síða 77

Andvari - 01.01.2007, Síða 77
ANDVARI HÁBRAGUR OG LÁGBRAGUR 75 mærð“. Og ef til vill er hann hér að segja að hann hafi ekki réttu tólin til að góla mærðina, og má þá ímynda sér að bragurinn dýri sem beitt er rísi ekki undir því að lýsa þessari ljóshærðu fegurðardís sem minnir okkur raunar á Huldu með sitt lokkabjarta höfuð. Hann yrkir hér sem sé til Rósu - sjálfrar skáldgyðju helsta keppinautarins um hylli þjóðarinnar - með aðferðum keppinautarins (móinsbóla osfrv.) - en klykkir svo út með því að segja að þessi dýri háttur dugi ekki, hann sé ekki með réttu græjurnar. Og auk þess sé þetta „ólag eftir jól“ - hvað sem það nú merkir. Kannski að hækkandi sól kalli á suðrænni hætti. Jónas notaði rímnahætti, einkum ferskeytlur, til léttúðugra skáldaleikja frem- ur en að honum þætti taka því að nota formið til að búa til alvöru skáldskap eða tjá sinn innri mann. Með því að gera vísurnar afkáralegar gerir hann þær um leið á einhvern máta framandi - hann framandgerir íslensku rímnahættina um leið og hann vísar hinum erlendu suðrænu háttum til öndvegis í íslenskum skáldskap við hliðina á því sem tignarlegast hafði verið ort á íslenskri tungu. Hann gerir útlensku hættina íslenska og íslensku hættina útlenska. Það fer því vel á því að þegar hann virðist endurskoða afstöðu sína til rímnaháttanna þá kemur það fram sem þýðing á erlendu ljóði. Omögulegt er annað en að líta svo á að vísunum um Vorið góða grœnt og hlýtt sé ætlað að vera þýðing á ljóði eftir Heine. Þeim er skipað í örk með Heine-þýðingum hans þar sem hver og ein þýðing er merkt með rómversk- um staf og hafa þessar vísur stafinn V.11 En þessar einföldu og indælu vísur eru hins vegar nokkur ráðgáta og hafa vafist fyrir fræðimönnum. Yfirskrift arkarinnar hjá Jónasi er „Smákvæði eptir Heine“ og til hliðar stendur „Neue Gedichte. Hamb. 1844“: þeir Sveinn Yngvi Egilsson, Páll Valsson og Haukur Hannesson, útgefendur ritsafns Jónasar telja sig ekki hafa fundið það kvæði Heines sem hér sé þýtt en Matthías Johannessen telur hins vegar að hér sé um að ræða ljóð um vorið í 5. kafla Neue Gedichte sem að vísu sé gerólíkt vísum Jónasar.12 Við vitum hins vegar að hann yrkir þetta undir lok ævinnar, árið 1844 þegar honum virðast öll sund lokuð, heilsan er farin að gefa sig, drykkjan hefur ágerst á sama tíma og félagarnir eru gengnir í bindindisfélag, náttúru- fræðistörfunum miðar seint og Alþingi hefur ekki verið sett á Þingvöllum heldur í Reykjavík, sem honum þykja stórfelld svik. Veturinn 1844 var svo komið í lífi hans að hann var hættur að yrkja til að vekja þjóðina af doða °g dáðleysi, og jafnvel hættur að vilja nota skáldgáfu sína til að skapa glæst fordæmi um það hvernig best færi á því að yrkja, hvort heldur epísk ljóð eða heimsádeilur. Og þó orti hann sem aldrei fyrr.13 Þennan vetur bregður svo við að Jónas tekur að nota „lágbraginn" ferskeytl- ur til að búa til einlægan og tæran skáldskap en „hábraginn“ aftur á móti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.