Andvari - 01.01.2007, Síða 84
82
BIRNA BJARNADÓTTIR
ANDVARI
1800. Það geymir æði margt af því sem skiptir máli, spyrji fólk um listrænar
og fagurfræðilegar rætur rómantísku stefnunnar í Þýskalandi. I vinahópnum
var óvenju víðlesið og skapandi fólk: August Wilhelm var textafræðingur
og skrifaði einnig bókmenntasögu, bróðir hans Friedrich var skáldlegur
kenningasmiður, þýðandi og heimspekingur, Caroline var rithöfundur og
salónessa, Dorothea sömuleiðis, Ludwig Tieck skrifaði ævintýralegar sögur,
samdi leikrit og var afbragðs þýðandi. Ekki má gleyma Novalis, skáldinu í
hópnum og besta vini Tiecks.13
Sé blaðað í tímaritinu Athendum má koma auga á textabrot eins og þessi:
„Andinn er jafnfeigur, hvort sem hann býr yfir kerfi eða er kerfislaus. A end-
anum verður andinn að sameina hvort tveggja“.14 „Það sem gerist í skáldskap,
gerist aldrei eða ævinlega. Annars er það enginn skáldskapur. Enginn skyldi
trúa því að hann gerist í raun.“15 Textabrotin gefa til kynna hugmyndir, sem
segja má lýsandi fyrir hópinn. Hið sama gildir um næsta textabrot:
Rómantísk ljóðlist er framsýn og algild. Markmið hennar er ekki aðeins að sameina
allar sundraðar bókmenntategundir og koma ljóðlistinni í snertingu við heimspeki
og mælskulist. Hún vill í senn einnig blanda saman, bræða saman ljóðlist og prósa,
snilligáfu og gagnrýni, list og náttúru, gera ljóðlistina lifandi og félagslynda, og lífið
og samfélagið ljóðrænt, gera kersknina að ljóði og fylla form listanna með efni af öllu
tagi, seðja þau og lífga þau upp með sveiflum kímninnar. ... Aðeins hún getur líkt
og hið epíska verk verið spegill heimsins í kring, orðið mynd eigin samtíðar. En samt
getur hún einnig helst svifið mitt á milli þess sem sýnt er og sýna á, frjáls undan öllum
áþreifanlegum og huglægum hagsmunum, á vængjum ljóðrænnar íhugunar og fjölgað
sér líkt og í endalausri röð af speglum; já, það er hennar eiginlega eðli, að hún er að
verða að eilífu og aldrei orðin: engin kenning getur skýrt hana að fullu og einungis
spámannleg gagnrýni vogar sér að skilgreina hugsjónir hennar. Hún ein er óendanleg,
líkt og hún ein er frjáls og viðurkennir sitt fyrsta lögmál í því að vilji skáldsins
viðurkenni engin lögmál.16
Hér má lesa tiltekna kröfu um einveldi skáldskapar en breski samtímaheimspek-
ingurinn Simon Critchley hefur skrifað um þá sannfæringu Jena-hópsins að list-
in ein geti hjálpað fólki frammi fyrir ringulreið nútímans, að listin og þá skáld-
skapur - í formi skáldskapar í eilífri þróun - geti orðið að einskonar guðspjalli
mennsku og menningar. Þessi draumur rættist ekki og enginn úr Jena-hópnum
skrifaði skáldverk sem yfirvann vaxandi tómhyggju þeirra tíma. Rómantíkin
hefur einnig verið kölluð list án verka.17 Krafan um einveldi fagurfræðinnar er
einnig skyld pólitísku sviði veruleikans en í því efni var fall hópsins ekki síður
hátt, eins og minnst hefur verið á. Það breytir því ekki að túlka má veikleika
rómantíkur sem styrk hennar og ekki er víst að tími rómantíkurinnar heyri
endilega fortíðinni til. Uppi eru hugmyndir um að samtíminn sé ekki með öllu
gersneyddur rýminu sem rómantíkin skóp og skildi eftir sig, að reynslan af róm-
antíkinni sé - upp að vissu marki - reynsla sem fólk tekur enn þátt í.18