Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 88
86 BIRNA BJARNADÓTTIR ANDVARI Það má hins vegar efast um þá túlkun Jóns Karls að „kenning" þeirra félaga um ævintýrið sé sú að ævintýrið sé „sennileg saga eftir allt saman“ og eigi því „heima í miðju íslenska bókmenntakerfisins“.40 Ef eitthvað er, minnir lokasetning þeirra félaga hér að framan á textabrot úr tímaritinu Athenáum, eða þegar Jena-hópurinn skrifar: „Það sem gerist í skáldskap, gerist aldrei eða ævinlega. Annars er það enginn skáldskapur. Enginn skyldi trúa því að hann gerist í raun.‘41 Eins og sást hér að framan telja þeir Jónas og Konráð mestu snilld sög- unnar felast í því hvað prýðilega hefur tekist að leiða fyrir sjónir það sem var aðaltilgangur skáldsins, eða hvað af syndinni getur leitt og hvernig viðtekur óskiljanleg atburðarás, sem leiðir til vægðarlausra örlaga. Þeir segja einnig að um sé að ræða almenn sannindi, sem hér séu sett fyrir sjónir í einstöku ævintýri. Jón Karl vísar í ofangreint textabrot og segist kunna betur við þessa túlkun en þá sögulegu. Hann vill einnig benda á eftirfarandi: Fjölnismenn eru ekki einasta að reyna að staðsetja „Ævintýr af Eggerti Glóa“ í miðju bókmenntakerfisins, heldur þar að auki í öndvegi við hlið hinna trúarlegu verka. Niðurstaðan er a.m.k. sú að Tieck sé að fjalla um syndina og hegningu Guðs og eigi því væntanlega heima við hlið Paradísarmissis og Messíaljóös.42 Ekki er gott að fjölyrða um takmark þeirra félaga hvað varðar íslenska bókmenntakerfið. Þeim finnst ævintýrið fagurt og snilldarlega samið. Komi trúin við sögu, er það ekki endilega verk Jónasar og Konráðs að „staðsetja“ ævintýrið á einum stað frekar en öðrum.43 Enn flóknara er að ætla sér að greina í eitt skipti fyrir öll mótsagnir sögu á borð við þá sem Ævintýrið af Eggerti Glóa geymir, en Jón Karl er þeirrar skoðunar að sagan hafi staðið í fleirum en lesendum Fjölnis á nítjándu öld og sérstaða hennar sé sú að hún falli ekki inn í einhverja eina, heildstæða túlkun. Boðskapur hennar er óljós. Frá þessum sjónarhóli bera viðtökur sögunnar hér á landi árið 1836 ekki einhvern sérstakan vott um tregðu íslenskra lesenda eða vanþróun íslensks bókmenntakerfis. Þess í stað má líta á þær sem staðfestingu á margræðni sögunnar, óljósu eðli hennar, einkennum hennar sem ... skröksögu.44 Ætli Fjölnismenn hefðu tekið undir slíkt sjónarmið? Þeir sem einnig höfðu þetta að segja um sömu viðtökur: „so framarlega skáldskapur er til nokkurs, sem eíngjinn mun í móti bera, má þikja mein að því, að so skuli vera hjer á statt, að ekkji tjái hjer enn þá að bjóða mönnum þær ritgjörðir, er svo mikjils eru verðar."45 Líkt og Berta minnir vininn á, er ekki um neina skröksögu að ræða. Það er frekar að óteljandi spurningar vakni um kunnuglegt og að því er virðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.