Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 110

Andvari - 01.01.2007, Page 110
108 HJALTI HUGASON ANDVARI Koma þessi skáldskapareinkenni vel fram í hinu alþekkta kvæði Dettifoss þar sem dynjandi vatnsflaumi fossins er teflt fram gegn ungbarnstári sem vekur dýpri tilfinningar með skáldinu.43 Sr. Matthías orti fremur af innblæstri, til- finningu og mælsku en nákvæmni.44 Þrátt fyrir það var hann jarðbundinn og á sinn hátt raunsær, t.d. þegar hann orti um hve harðbýlt landið var um hans daga og lífsbarátta þjóðarinnar hörð 45 í skáldskapnum opinberast öðru fremur ólgandi tilfinningakvika sem leitar útrásar, tjáningar. Skáldskapur sr. Matthíasar var því borinn uppi af frjálsu tilfinningaflæði svo notað sé orð frá Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Svipuð einkenni má glöggt sjá í trúarhugsun sr. Matthíasar. Eins og hann tók þátt í andlegri baráttu þjóðar sinnar til sjálfsvitundar tók hann þátt í glímu kirkju sinnar við nýja tíma 46 Sr. Matthías skynjaði greinilega kröfu tímans um að guðfræðin mætti þeirri ögrun sem ný heimsmynd, vísindaleg framþróun og tæknibylting kölluðu á. I trúmálunum var sr. Matthías fundvís og næmur á nýjungar. í fyrstu Kaup- mannahafnardvöl sinni (1856-1857) varð hann handgenginn Magnúsi „frater“ Eiríkssyni (1806-1881) einum róttækasta biblíurýni sem ísland hefur alið.47 í annarri utanferðinni (1871-1872) fylgdist hann með fyrirlestraröð Georgs Brandesar (1842-1927) þar sem hann kynnti raunsæileg viðhorf sín til bók- mennta og lista sem ekki voru hliðholl trú eða kristindómi. Sr. Matthías var á þessum tíma opin kvika eftir síðari konumissinn og hreifst með. Hefur hann verið talinn fyrsti íslendingurinn til að hlýða á Brandes og varaði samband þeirra meðan báðir lifðu. Var sr. Matthías líklega eini presturinn sem þessi mikli menningarpostuli hafði bréfasamband við.48 Síðar taldi sr. Matthías áhrif Brandesar á sig þó hvorki hafa verið djúp né varanleg.49 í sömu reisu komst sr. Matthías í kynni við únítara sem gerðust styrktarmenn hans við kaup á Þjóðólfi en það varð upphaf ritstjóraferils hans (1874-1881).50 Með þessum áhrifum var kynt undir ævilangri trúarglímu sr. Matthíasar sem leiddi til þess að hann á tímabili rambaði á barmi lúthersku kirkjunnar.51 Þó er mik- ilvægt að glíma sr. Matthíasar og sú gagnrýni á kirkjuna sem af henni leiddi stafaði ekki af „vantrú eða afneitun á kirkjunni“. Ástæðan var miklu frekar „eldheitt trúartraust hans og vilji til að endurbæta kirkjuna.“52 Þegar fram í sótti staðnæmdist sr. Matthías innan þeirrar guðfræðistefnu sem nefnd hefur verið nýguðfræði, aldamótaguðfræði eða frjálslynda guð- fræðin. Hún fól í sér sögulega biblíurýni og áherslu á reynslu og breytni manna í stað hefðbundinna kirkjulegra trúarjátninga. Var Adolf von Harnack (1851-1930) prófessor í Berlín einn af frumkvöðlum hennar og sá sem sr. Matthías hreifst mest af.53 Þórunn Erlu Valdimarsdóttir lýsir trúarafstöðu sr. Matthíasar á efri árum svo:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.