Andvari - 01.01.2007, Page 120
118
STEFÁN PÁLSSON
ANDVARI
af upphafssögu nútímasálfræði og er vísir að sögu íslenskrar sálfræði sér-
staklega.
Hætt er við að lesandi sem kynna vill sér störf landsbókavarðarins Guð-
mundar Finnbogasonar, en þeirri stöðu gegndi hann um tveggja áratuga skeið,
eða áhrif hans á íslenska menningarumræðu, m.a. sem ritstjóra Skírnis, verði
fyrir vonbrigðum. Segja má að frásögninni ljúki þegar ákveðið var á sparn-
aðarþinginu 1924 að leggja niður stöðu háskólaprófessors í hagnýtri sálfræði,
sem Guðmundur hafði gegnt. Þetta er raunar í góðu samræmi við titil bók-
arinnar, henni er jú ætlað að fjalla um sálfræðinginn Guðmund Finnbogason
en ekki önnur þau hlutverk sem hann gegndi á lífsleiðinni.
Frá sjónarhorni höfundarins er augljóst hagræði fólgið í því að taka með
þessum hætti einn hluta lífsstarfs sögupersónu sinnar út fyrir sviga og fjalla
um hann sérstaklega. Sú spurning vaknar hins vegar hvort slíkt sé yfirleitt
gerlegt? Mótast heimsmynd vísindamannsins ekki einmitt af öllum þeim
ólíku viðfangsefnum sem hann tekst á við í störfum sínum?
Sú er a.m.k. niðurstaða þeirra vísindasagnfræðinga sem hafa á síðustu
árum fjallað um störf helstu spekinga vísindabyltingarinnar. Lengi vel ein-
blíndu sagnfræðingar á þá þætti vísindastarfs þeirra sem best hafði staðist
tímans tönn, en sópuðu daðri við dulhyggju og gullgerðarlist undir teppið.
í dag munu flestir sammála um að vísindastörf manna á borð við Kepler,
Galíleó og Newton verði ekki skilin til hlítar nema í samhengi við t.d. hug-
myndir þeirra um guðspeki.
Guðmundur Finnbogason hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla haustið
1896 og hugðist leggja fyrir sig heimspeki og fagurfræði. Fljótlega fangaði
ung og ört vaxandi undirgrein heimspekinnar hug hans. Það var sálfræð-
in. Ymsir þættir stuðluðu að framsókn sálfræðinnar á seinni hluta nítjándu
aldar og munaði þar mikið um tilkomu tilraunastofuvísinda, en farið var að
setja upp rannsóknarstofur í sálfræði við ýmsar menntastofnanir í Evrópu.
Markmiðið með tilraununum var oftar en ekki að mæla með kerfisbundnum
hætti ýmsa þætti mannlegrar skynjunar og virkni skynfæranna sjálfra.
Um aldamótin 1900 var sálfræðin í sjálfstæðisbaráttu sem fræðigrein.
Sögulega séð heyrði hún undir heimspekina (og gerir raunar enn í huga
bókasafnsfræðinga, ef marka má Dewey-flokkunarkerfið). Uppgötvanir á
sviði lífeðlisfræði, s.s. varðandi flutning taugaboða og tengsl líkams- og
heilastarfsemi, gáfu vonir um að svör við ýmsum grundvallarspurningum
heimspekinnar um eðli mannlegrar hugsunar væru innan seilingar. Bjartsýni
þessara ára á mátt raunvísindanna til að komast til botns í mannshuganum og
að skilja til hlítar hina illskilgreindu „sál“ kom meðal annars fram í miklum
áhuga á iðkun vísindalegs spíritisma.
Skipbrot spíritismans sem vísindagreinar á tuttugustu öld hefur leitt til þess
að margir vilja sópa honum undir teppið þegar kemur að vísindasögunni og