Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2007, Side 130

Andvari - 01.01.2007, Side 130
128 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Þessi tilvitnun sýnir að Reykvíkingar fylgdust grannt með „hinum íslenska Byron“ og sáu hann fyrir sér í „rómantískum" ævintýraljóma. Svipaðar sögur flugu einnig milli danskra og íslenskra kunningja Gríms í Kaupmannahöfn nema þar voru lýsingarnar öllu gráleitari og tónninn meinfyndnari, enda nálægðin við Grím meiri. Byron lávarður er Konráð Gíslasyni t.d. ofarlega í huga þegar hann í sendibréfi til Jónasar Hallgrímssonar 25. júní 1844 biður fyrir fróma en allsérstæða kveðju til Gríms: „Heilsaðu Grími með óumræði- legum orðum, og segðu það sje mín einlægasta ósk, að hann verði drepinn á Grikklandi.“n II í meistaraprófsritgerð Kristjáns Jóhanns Jónssonar, Kalli tímans (2004), sem hér verður gerð að umræðuefni, er ungi og nýjungagjarni bókmenntafræðing- urinn Grímur Thomsen leiddur fram í sviðsljósið og kafað í ritgerðir hans Om den nyfranske Poesi og Om Lord Byron, þær endursagðar, túlkaðar og settar í sögulegt samhengi.12 Að vísu var ekki vonum seinna að slíkt rit yrði samið og sá þráður tekinn upp sem Andrés Björnsson spann á seinni hluta 20. aldar þegar hann þýddi og gaf út á íslensku danskar ritgerðir Gríms um sérkenni íslenskra bókmennta og gerði þær þar með hlutgengar í íslenskri bókmennta- fræði um 130 árum eftir að þær voru skrifaðar.13 Um leið hlýtur ritgerð Kristjáns að teljast eðlilegur og nauðsynlegur liður í þeirri greiningu 19. aldar bókmennta sem farið hefur fram hér á landi undanfarna áratugi og m.a. miðar að því að fylla upp í þá brotakenndu mynd sem áður hafði verið dregin upp af þeim og endurskoða gamalgróin viðhorf til skálda og skáldverka og stöðu þeirra í íslenskri bókmenntasögu. Slík endurskoðun á Grími Thomsen hófst reyndar fyrir tæpum áratug og má í því samhengi sérstaklega benda á skrif þeirra Jóns Yngva Jóhannssonar (1998) og Sveins Yngva Egilssonar (1999).14 Þeir huga að vísu aðallega að ljóðagerð Gríms en taka samt nokkurt mið af þeim bókmenntaskrifum hans sem Kristján setur nú í fyrirrúm. Taka má undir þau orð Kristjáns Jóhanns Jónssonar að ritgerðir Gríms Thomsens um franskar nútímabókmenntir og Byron lávarð hafi hingað til legið nánast óbættar hjá garði (14), og má það raunar furðu gegna þar sem þær eru í senn metnaðarfullar og fróðlegar. Sjálfsagt hefur valdið nokkru þar um að erlendar bókmenntir af þessum toga hafa sjaldnast átt upp á pallborð íslenskra bókmenntafræðinga. Mesta hindrunin hefur þó væntanlega verið framandi aðferðafræði Gríms og heimspekileg nálgun viðfangsefnisins, að ógleymdu dönsku tungutaki hans, snúnum fræðihugtökum og tyrfnum og lotulöngum stíl sem fáir hafa beinlínis fallið fyrir. Árið 1921 gekk danski bókmenntafræðingurinn Paul V. Rubow jafnvel svo langt að skilgreina stíl- inn á Om Lord Byron sem „Tidens værste kvasifilosofiske Stil“ og var sú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.