Andvari - 01.01.2007, Síða 132
130
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
öðrum orðum tæpast til þeirra sem um hann hafa fjallað. Þó væri t.d. um
margt fróðlegt að kanna samhljóminn sem augljóslega má heyra milli hug-
mynda Gríms Thomsens og Sigurðar Nordals og hugsanlega hefur mótað
afstöðu okkar til beggja.
í tengslum við þetta verður t.d. ekki fallist skilyrðislaust á þá fullyrðingu
Kristjáns að viðhorf Gríms til skáldskapar og þjóðernis hafi verið „fyrst og
fremst fræðileg“ (49) og að það hafi skapað honum sérstöðu gagnvart þeim
sem aðhylltust íslenska þjóðernisstefnu á 19. öld og var „fyrst og fremst pólit-
ísk, réttlætt af hugsjón eða trú“ (50). Þótt því verði vitaskuld ekki neitað að
Grímur hafi líkt og t.d. Jónas Hallgrímsson, Benedikt Gröndal - og Sigurður
Nordal síðar meir - fjallað um skáldskap og þjóðerni á faglegan og fræðilegan
hátt, mótuðust skrif hans einnig og ekki síður af menningarlegum, pólitískum
og þjóðernislegum hugmyndum samtímans. Þetta kemur t.d. skýrt fram í
staðhæfingu hans árið 1846 að einungis þau ritverk tiltekinnar þjóðar verð-
skuldi heitið „bókmenntir“ sem beri sérstök þjóðareinkenni (eiendommeligt
Nationalprœg) og greini sig á þann hátt frá bókmenntum annarra þjóða.19 I
þessu samhengi setti hann raunar fram þá skilyrðislausu kröfu að skáldverk
séu jafnan ávöxtur innsta lífskjarna þjóðarinnar og nátengd uppruna hennar,
legu landsins og sögu.
Það verður með öðrum orðum ekki gengið framhjá því að þau bókmennta-
sögulegu fræði sem áttu mest upp á pallborðið á tímum Gríms voru að hluta
til pólitísk, þ.e. fólu í sér vissa upphafningu þeirra ritverka sem þóttu þjóð-
legust og tortryggni eða jafnvel andúð á bókmenntum sem skrifaðar voru
fyrir alþjóðlegan markað, „þessum nýja Babelsturni, sem vorri dæmalausu
öld verður auðið að reisa“, svo að vitnað sé í Grím. Slíkar hugmyndir not-
aði hann ekki einungis til að verja og réttlæta íslenskar bókmenntir fyrri
alda gagnvart útlendingum - einnig rímur og annan „ólistrænan" skáldskap
- og finna að innlendum höfundum sem voru óeðlilega hallir undir erlend-
an skáldskap, m.a. Eggerti Ólafssyni og Jónasi Hallgrímssyni, heldur líka í
almennri umræðu sinni um evrópskar samtímabókmenntir. Það sem norræn
skáld 19. aldar ættu að læra af höfuðskáldum stórþjóðanna, Þjóðverja, Frakka
og Englendinga, væri að vera þjóðleg eins og þau, en bara á sinn eigin hátt,
skrifaði hann. Þau ættu að hlusta á sína eigin rödd sem hljómaði fegurst í
norrænum fornbókmenntum en ekki bergmála framandi eða óþjóðlega (þ.e.
alþjóðlega) hugsun.
Það er væntanlega til þessa samnorræna arfs og stuðnings Gríms við menn-
ingarlegan skandinavisma aldarinnar sem Sveinn Yngvi Egilsson vísar þegar
hann heldur því fram í riti sínu Arfur og umbylting (1999: 128) að sá þjóðlegi
þáttur sem setji svip á skrif Gríms hafi náð út fyrir ísland og Kristjáni Jóhanni
finnst að einhverju leyti mótsagnarkennt (49). Það er sömuleiðis á þjóðlegum
forsendum sem Grímur gagnrýndi franska klassisista í ritgerðinni Om den