Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Síða 132

Andvari - 01.01.2007, Síða 132
130 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI öðrum orðum tæpast til þeirra sem um hann hafa fjallað. Þó væri t.d. um margt fróðlegt að kanna samhljóminn sem augljóslega má heyra milli hug- mynda Gríms Thomsens og Sigurðar Nordals og hugsanlega hefur mótað afstöðu okkar til beggja. í tengslum við þetta verður t.d. ekki fallist skilyrðislaust á þá fullyrðingu Kristjáns að viðhorf Gríms til skáldskapar og þjóðernis hafi verið „fyrst og fremst fræðileg“ (49) og að það hafi skapað honum sérstöðu gagnvart þeim sem aðhylltust íslenska þjóðernisstefnu á 19. öld og var „fyrst og fremst pólit- ísk, réttlætt af hugsjón eða trú“ (50). Þótt því verði vitaskuld ekki neitað að Grímur hafi líkt og t.d. Jónas Hallgrímsson, Benedikt Gröndal - og Sigurður Nordal síðar meir - fjallað um skáldskap og þjóðerni á faglegan og fræðilegan hátt, mótuðust skrif hans einnig og ekki síður af menningarlegum, pólitískum og þjóðernislegum hugmyndum samtímans. Þetta kemur t.d. skýrt fram í staðhæfingu hans árið 1846 að einungis þau ritverk tiltekinnar þjóðar verð- skuldi heitið „bókmenntir“ sem beri sérstök þjóðareinkenni (eiendommeligt Nationalprœg) og greini sig á þann hátt frá bókmenntum annarra þjóða.19 I þessu samhengi setti hann raunar fram þá skilyrðislausu kröfu að skáldverk séu jafnan ávöxtur innsta lífskjarna þjóðarinnar og nátengd uppruna hennar, legu landsins og sögu. Það verður með öðrum orðum ekki gengið framhjá því að þau bókmennta- sögulegu fræði sem áttu mest upp á pallborðið á tímum Gríms voru að hluta til pólitísk, þ.e. fólu í sér vissa upphafningu þeirra ritverka sem þóttu þjóð- legust og tortryggni eða jafnvel andúð á bókmenntum sem skrifaðar voru fyrir alþjóðlegan markað, „þessum nýja Babelsturni, sem vorri dæmalausu öld verður auðið að reisa“, svo að vitnað sé í Grím. Slíkar hugmyndir not- aði hann ekki einungis til að verja og réttlæta íslenskar bókmenntir fyrri alda gagnvart útlendingum - einnig rímur og annan „ólistrænan" skáldskap - og finna að innlendum höfundum sem voru óeðlilega hallir undir erlend- an skáldskap, m.a. Eggerti Ólafssyni og Jónasi Hallgrímssyni, heldur líka í almennri umræðu sinni um evrópskar samtímabókmenntir. Það sem norræn skáld 19. aldar ættu að læra af höfuðskáldum stórþjóðanna, Þjóðverja, Frakka og Englendinga, væri að vera þjóðleg eins og þau, en bara á sinn eigin hátt, skrifaði hann. Þau ættu að hlusta á sína eigin rödd sem hljómaði fegurst í norrænum fornbókmenntum en ekki bergmála framandi eða óþjóðlega (þ.e. alþjóðlega) hugsun. Það er væntanlega til þessa samnorræna arfs og stuðnings Gríms við menn- ingarlegan skandinavisma aldarinnar sem Sveinn Yngvi Egilsson vísar þegar hann heldur því fram í riti sínu Arfur og umbylting (1999: 128) að sá þjóðlegi þáttur sem setji svip á skrif Gríms hafi náð út fyrir ísland og Kristjáni Jóhanni finnst að einhverju leyti mótsagnarkennt (49). Það er sömuleiðis á þjóðlegum forsendum sem Grímur gagnrýndi franska klassisista í ritgerðinni Om den
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.