Andvari - 01.01.2007, Síða 133
andvari
í SILKISLOPROKK MEÐ TYRKNESKAN TÚRBAN Á HÖFÐI
131
nyfranske Poesi. í stað þess að ausa af innlendum menningarbrunnum og
skapa raunverulegan „þjóðarskáldskap“ (Nationalpoesi) sem hefði varanleg
áhrif á allan almenning og þar með á samtíð og framtíð frönsku þjóðarinnar
hafi þessir höfundar sveist yfir lélegum eftirlíkingum af fornklassísku skáld-
unum Hórasi og Pindar (1843: 9-10). Þar með hafi þeir einnig drýgt þá höf-
uðsynd að vera ekki börn síns eigin tíma, þ.e. tjáning tíðarandans. Skáldlist
þeirra sé eins og skilgetin dóttir grísks og rómversks skáldskapar.
III
Eins og fjölmargir evrópskir samtímamenn sínir á fyrri hluta 19. aldar gerði
Grímur Thomsen þjóðlega og sögulega þætti að listfræðilegum meginviðmið-
um í ritgerðum sínum um bókmenntir en vísaði á bug hinum góða, alþjóðlega
og ósögulega smekk. Að þessu leyti gekk hann rækilega „á svig við sína eigin
klassísku menntun og ríkjandi gildismat í menntamálum“, svo að vitnað sé í
Kristján Jóhann (67), þótt síðar á ævinni ætti hann eftir að íslenska af kappi
klassísk verk forngrískra ljóð- og leikskálda á borð við Sófókles, Saffó og
Pindar „yngri skáldunum til fyrirmyndar“.20 Róttækni hans og nýjungagirni
á 5. og 6. áratugnum var því augljóslega undir allt öðrum formerkjum en rót-
tækni „listaskáldsins góða“, Jónasar Hallgrímssonar, þegar hann réðist gegn
n'mum Sigurðar Breiðfjörðs og öðrum meintum leirburði og lagði línurnar að
íslenskri klassík út frá erlendum viðmiðunum um hið fagra, sanna og góða,
þ-e. innlendum verkum sem stæðust listrænan samanburð við höfuðverk
annarra þjóða. Þessi munur virðist líka endurspeglast með ýmsum hætti í
Ijóðagerð þeirra Gríms og Jónasar, ekki síst í afstöðu þeirra til bragformsins.
Þá má sömuleiðis minna á gagnrýni Gríms á skáldskap Jónasar og annarra
skálda sem hann taldi að hefðu smitast af þeirri „nýþýsku veiklun" (den
nytyske Sygelighed) sem einkenndi m.a. kvæði Heines og gerð er að umræðu-
efni í ritgerðinni Om den nyfranske Poesi (1843: 63).
Auk þess sem hið þjóðlega og sögulega voru lykilatriði í mati Gríms á skáld-
skap, jafnt íslenskum sem erlendum, lagði hann augljóslega mikla áherslu á
hið frumlega, karlmannlega og þó einkum hið háleita (ophdiede), þar sem
andinn sprengir af sér fjötra formsins.21 Að hans mati var Byron lávarður t.d.
eitt þeirra skálda sem aldrei fundu skáldlega fullnægju í samræmdri fegurð
(1845: 166-67). List hans væri í senn háleit og hamslaus (dœmonisk) og á
þann hátt tengdist hún ekki einungis rómantíkinni heldur einkum og sér í lagi
nútímaskáldskap. Ekki fer milli mála að þetta var meint sem hrós. Sömuleiðis
er ljóst að Grími þótti lítið koma til þess skáldskapar sem einkenndist af
lognmollu og ófrumleika. í bók sinni vitnar Kristján Jóhann t.d. á einum stað
(93) í stórkarlaleg ummæli hans í Om den nyfranske Poesi um ýmis höfuð-
skáld Evrópu á fyrri hluta 19. aldar, m.a. Chamisso, Southey, Wordsworth,