Andvari - 01.01.2007, Side 139
andvari
í SILKISLOPROKK MEÐ TYRKNESKAN TÚRBAN Á HÖFÐI
137
nútímamannsins í guðlausri og að því er virðist tilgangslausri veröld: „Stritar
við stein / sterkur Sisýfus“.29 Rúmum áratug síðar (1858) orti skáldið Benedikt
Gröndal svo um enn aðra tilvistarlega hetju (Existentshero), svo að gripið sé
U1 hugtaks Gríms úr Om Lord Byron (1845: 188), Prómeþeif, þann sem færði
mannkyninu eldinn og viskuna en mátti líða fyrir það eilífar pínslir.30
IV
I framhaldi af því sem nú var sagt má velta því fyrir sér hvort Grímur Thom-
sen og þeir íslenskir höfundar sem hér voru nefndir hafi ekki með verkum
sínum frá 5. og 6. áratug 19. aldar tekið „tilvistarlegt stökk“ frá rómantískri
hugmyndastefnu yfir í þá sem Danir kenna við rómantisma og tók ekki síst
mið af eftirlætisskáldskap Gríms Thomsens, frönskum nútímabókmenntum
og verkum Byrons lávarðar, að Heinrich Heine ógleymdum.31 í stað þess að
leita að samræmi og hugsjónalegri fegurð í náttúrunni eða eigin hugarheim-
um, líkt og t.d. þýskir rómantíkerar gerðu, beindust sjónir skálda þessa tíma
að dularfullum, margbrotnum og oft mótsagnakenndum manngerðum sem
ganga ekki í takt við tímann og umhverfið og lenda því iðulega utan borg-
aralegs samfélags. Að slíku víkur Kristján ekki í bók sinni og í raun gerir
hann enga tilraun til að endurmeta hefðbundna stöðu Gríms í íslenskri
bókmenntasögu eða taka afstöðu til þeirra ummæla Vilhelm Andersens frá
1924 að Grímur hafi „fremur verið lærlingur nútímalegs rómantisma [en
Lœrling av den moderne Romantisme] en hinnar gömlu rómantíkur“.32 Hér
sem endranær fyllir Grímur almennan flokk „skálda og hugsuða á rómantíska
tímabilinu“ (240).
Kristján gerir hins vegar allharða atlögu að þeirri mynd sem dregin hefur
verið upp af Grími sem einstaklingi og leitast að nokkru leyti við að yfirfæra
þá tilvistarlegu afstöðu sem áður hefur verið nefnd á hann. í því sambandi
andæfir hann m.a. því sjónarmiði sem oft hefur komið fram að Grímur hafi
haft allt aðrar og betri aðstæður til að koma sér á framfæri en flestir íslenskir
samtímamenn hans: Verið af stórættuðu, ríku og metnaðarfullu fólki, gengið
1 heimaskóla hjá séra Árna Helgasyni stiftprófasti í Görðum eins og aðrir
broddborgarasynir á Álftanesi og haft ólíkt meiri auraráð sem Hafnarstúdent
en íslenskir féíagar hans, enda borist mikið á í „ljúfu lífi“ dansks yfirstétt-
arfólks.33 Öllu þessu hafnar Kristján, a.m.k. þegar hann skoðar Grím í dönsku
eða alþjóðlegu samhengi, og gerir þau orð Sigurðar Nordals að sínum að
Grímur hafi „aldrei verið annað en fátækur maður meðal auðugra, útlend-
Ur meðal innlendra og barátta hans harðsóttari en flestra keppinauta hans“
(20).
Sú þroskasaga „Gríms Þorgrímssonar“ sem Kristján rekur í bók sinni,
jafnframt því að greina bókmenntaritgerðir hans, er því í raun og veru óslitin